Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri

Nelson Chamisa, leiðtogi Lýðræðishreyfingarinnar.
Nelson Chamisa, leiðtogi Lýðræðishreyfingarinnar. AFP

Nel­son Chamisa, fram­bjóðandi Lýðræðis­hreyf­ing­ar­inn­ar (MND), hef­ur lýst yfir sigri í for­seta­kosn­ingn­un­um í Simba­bve sem fóru fram í gær. Em­mer­son Mn­angagwa, for­seti lands­ins, sagðist þó einnig já­kvæður á sig­ur­lík­ur sín­ar. 

Mn­angagwa til­heyr­ir flokkn­um Zanu-PF, sama flokki og Robert Muga­be til­heyrði en Muga­be lýsti því op­in­ber­lega yfir í aðdrag­anda kosn­ing­anna að hann kysi gamla flokk­inn sinn ekki í kosn­ing­un­um.

Kosn­ing­arn­ar eru sögu­leg­ar þar sem þær eru þær fyrstu frá því landið hlaut sjálf­stæði árið 1980. Muga­be var hrak­inn frá völd­um í fyrra eft­ir tæpa fjóra ára­tugi á valda­stóli. Fram­bjóðend­ur voru nokkr­ir tug­ir tals­ins en valið var á milli tveggja þeirra, Em­mer­son Mn­angagwa og Nel­son Chamisa. Bentu skoðanakann­an­ir í aðdrag­anda kosn­ing­anna til þess að Mn­angagwa hefði naumt for­skot á Chamisa.

AFP hef­ur eft­ir Tendai Biti, hátt sett­um stjórn­mála­manni inn­an Lýðræðis­hreyf­ing­ar­inn­ar, að flokk­ur­inn myndi ekki hika við að birta kosn­inga­úr­slit sín ef sig­ur Chamisa yrði ekki viður­kennd­ur. 

„Það er hafið yfir all­an vafa að við sigruðum í þess­um kosn­ing­um og næsti for­seti Simba­bve er Nel­son Chamisa,“ sagði Biti á fjöl­miðlafundi fyr­ir utan höfuðstöðvar flokks­ins í Harr­are í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert