Hvetur landsmenn til að horfa til framtíðar

Stjórnarandstaðan í Simbabve, MDC-flokkurinn, hefur sakað framboð Mnangagwa um kosningasvik …
Stjórnarandstaðan í Simbabve, MDC-flokkurinn, hefur sakað framboð Mnangagwa um kosningasvik og hefur innsetningu hans í embætti verið frestað. AFP

For­seti Simba­bve, Em­mer­son Mn­angagwa, hvatti í dag þjóð sína til að horfa til framtíðar og segja skilið við þær deil­ur sem urðu í kjöl­far for­seta­kosn­inga í land­inu í síðasta mánuði.

„Nú er tíma­bært að segja skilið við kosn­ing­arn­ar og horfa björt­um aug­um til framtíðar,“ sagði Mn­angagwa í ræðu sem hann hélt í dag í til­efni af op­in­ber­um hátíðis­degi þar sem sjálf­stæðis­hetj­ur lands­ins eru heiðraðar.

Staðan í Simba­bve er hins veg­ar sú að stjórn­ar­andstaðan, MDC-flokk­ur­inn, hef­ur sakað fram­boð Mn­angagwa um kosn­inga­svik og hef­ur inn­setn­ingu hans í embætti verið frestað.  

Stjórn­ar­andstaðan hafn­ar niður­stöðum kosn­ing­anna sem hún seg­ir vera „falsaðar“. Kosn­ing­arn­ar fóru fram 30. júlí og í byrj­un ág­úst var til­kynnt að Mn­angagwa, sitj­andi for­seti, væri sig­ur­veg­ari þeirra.

Mn­angagwa, sem var mik­ill stuðnings­maður for­set­ans fyrr­ver­andi Robert Muga­be, hlaut 50,8% at­kvæða. Þar sem hann hlaut meiri­hluta at­kvæðanna þurfti ekki að kjósa á milli tveggja efstu en sá sem hlaut næst­flest at­kvæði er Nel­son Chamisa.

Mn­angagwa hét því fyr­ir kosn­ing­arn­ar að þær færu friðsam­lega fram og að hann myndi ein­beita sér að því að end­ur­reisa landið og efna­hag þess eft­ir stjórn­artíð Muga­be. Sex lét­ust í mót­mæl­um tengd­um kosn­ing­un­um og hef­ur Mn­angagwa farið fram á að sjálf­stæð rann­sókn fari fram á dauða mót­mæl­end­anna.  

Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve.
Em­mer­son Mn­angagwa, for­seti Simba­bve. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert