Fékk 6 ára dóm fyrir svik vegna Grenfell

Derrick Peters dvaldi á Park Grand-hótelinu í Paddington eftir að …
Derrick Peters dvaldi á Park Grand-hótelinu í Paddington eftir að halda því fram að hann hefði misst vin sinn og eigur í eldinum. Reikningur hans fyrir hóteldvölina nam um 5,6 milljónum kr. Ljósmynd/Lundúnalögreglan

Dóm­stóll í London dæmdi í dag karl­mann í sex ára fang­elsi fyr­ir að krefjast bóta fyr­ir að hafa verið meðal íbúa í Gren­fell-turn­in­um, sem kviknaði í í júní í fyrra, að því er BBC grein­ir frá. Alls lét­ust 72 í eld­in­um.

Maður­inn, Derrick Peters, dvaldi á Park Grand-hót­el­inu í Padd­ingt­on eft­ir að halda því fram að hann hefði misst vin sinn og eig­ur í eld­in­um. Reikn­ing­ur hans fyr­ir hót­eld­völ­ina nam alls 40.000 pund­um (tæp­lega 5,6 millj­ón­um kr.) og auk­in­held­ur eyddi hann 5.000 pund­um í mat, drykk og þvotta­húsþjón­ustu hót­els­ins.

Peters, sem var heim­il­is­laus, var hand­tek­inn í ág­úst í fyrra eft­ir að hafa brot­ist inn í íbúð í ná­grenn­inu en þar stal hann skart­grip­um og öðrum mun­um að and­virði um 3.000 pund.

Bæj­ar­fé­lagið hélt áfram að greiða hót­el­her­bergið fyr­ir hann um tveggja mánaða skeið á meðan hann var í varðhaldi í Wandsworth-fang­els­inu.

Hann ít­rekaði sögu sína um að vera eitt fórn­ar­lamba Gren­fell-brun­ans er hann fékk skil­orðsbund­inn dóm í októ­ber það ár. „Hvernig í ósköp­un­um get­ur nokk­ur byrjað að skilja hvernig það er að missa vin í hörm­ung­um á borð við Gren­fell?“ sagði dóm­ar­inn við það tæki­færi. Peters hélt sig áfram við sögu sína og var hon­um jafn­vel boðin íbúð fyr­ir fórn­ar­lömb brun­ans.

Það var síðan er Re­becca Ross, raun­veru­legt fórn­ar­lamb brun­ans, staðfesti að Peters hefði ekki búið með sér, föður sín­um Steve Power og þrem­ur hund­um þeirra eins og hann hélt fram að saga hans hrundi.

Peters játaði sig sek­an um hindr­un rétt­vís­inn­ar og fyr­ir tvær svika­ákær­ur. Hann fékk sex ára dóm í dag og hlaut einnig dóm á ný fyr­ir inn­brotið.

Dóm­ar­inn sparaði ekki stóru orðin að þessu sinni og sagði Peters hafa náð slík­um lægðum með glæp­um sín­um að öll­um al­menn­ingi fynd­ust þeir „viður­styggi­leg­ir“. „Þú sveikst og laugst til að ná þínu fram og hagnaðist á eymd annarra. Það er litla mis­kunn að finna í slík­um mál­um,“ sagði dóm­ar­inn Robin John­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert