Um ein milljón íbúa Katalóníu gekk um götur Barcelona í dag, að sögn lögreglunnar, með trommur og flautur meðferðis til að sýna stuðning við sjálfstæðisbaráttu héraðsins.
Tæpt ár er liðið síðan aðskilnaður héraðsins frá Spáni mistókst.
Um fjöldafund var að ræða í tilefni „þjóðardags“ Katalóníu sem haldið hefur verið upp á síðan 2012 þar sem íbúar hafa krafist aðskilnaðarins.
Álíka margir sóttu fundinn í dag og á sama tíma í fyrra.
This is what's going on in Barcelona (Catalonia) today. Hundreds of thousands of people are out of the streets claiming the right to be a free Republic, in defense of freedom and human rights and against the spanish government's acts.pic.twitter.com/d1AbKTz0az
— Joan Mangues (@jmangues) September 11, 2018