Segja Úkraínumenn hafa grandað MH17

Nikolai Parshin á blaðamannafundi rússneska varnarmálaráðuneytisins í Moskvu í dag.
Nikolai Parshin á blaðamannafundi rússneska varnarmálaráðuneytisins í Moskvu í dag. AFP

Rúss­nesk yf­ir­völd lögðu í dag fram ný gögn, sem þau segja sýna að úkraínski her­inn hafi grandað flugi MH17, flug­vél Malaysi­an Air­lines-flug­fé­lags­ins, yfir Aust­ur-Úkraínu árið 2014. Rúss­ar segja að flug­skeytið sem grandaði vél­inni hafi verið flutt til Úkraínu er landið var enn hluti Sov­ét­ríkj­anna og aldrei verið fært aft­ur heim til móður­lands­ins.

„Eft­ir að Sov­ét­rík­in liðuðust í sund­ur var flug­skeytið ekki fært yfir til Rúss­lands held­ur sett í vopna­búr úkraínska hers­ins,“ sagði Ni­kolai Pars­hin, hátt­sett­ur emb­ætt­ismaður inn­an rúss­neska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins, á blaðamanna­fundi í dag, en þessu munu Rúss­ar hafa kom­ist að með því að bera kennsl á raðnúm­er flug­skeyt­is­ins.

Rúss­ar hafa staðfast­lega neitað því að hafa átt hlut að máli er flug­vél­inni var grandað árið 2014 með þeim af­leiðing­um að 298 manns lét­ust, en fjölþjóðlegt teymi rann­sak­enda, und­ir hol­lenskri stjórn, hef­ur full­yrt að flug­skeytið hafi verið í eigu rúss­neska hers­ins, nán­ar til­tekið 53. her­deild­ar­inn­ar, sem er með bækistöðvar í borg­inni Kursk í suðvest­ur­hluta Rúss­lands.

Varn­ar­málaráðuneyti Rússa seg­ir nú einnig að mynd­skeið, sem sýn­ir flutn­ing flug­skeyt­is­ins til átaka­svæða í Aust­ur-Úkraínu og rann­sak­end­ur hafa stuðst við, sé falsað.

Rússar segjast alveg vissir um að flugskeytið sem grandaði MH17 …
Rúss­ar segj­ast al­veg viss­ir um að flug­skeytið sem grandaði MH17 hafi verið í vopna­búri yf­ir­valda í Kænug­arði. AFP

Skoða málið en benda á fyrri rang­færsl­ur

Rúss­ar hafa komið þess­um upp­lýs­ing­um til fjölþjóðlega rann­sókn­art­eym­is­ins sem sagði í yf­ir­lýs­ingu í dag að það myndi fara „vand­lega“ yfir þær upp­lýs­ing­ar sem rúss­nesk yf­ir­völd færðu fram.

Í yf­ir­lýs­ingu rann­sak­end­anna kom þó einnig fram að fyrri kenn­ing­ar Rússa um það sem átti sér stað þenn­an ör­laga­ríka dag, eins og það að úkraínsk herþota hefði verið nærri flugi MH17 þenn­an dag, „hefðu raun­ar ekki verið rétt­ar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert