Réttað yfir fyrrverandi leiðtogum

Junqueras, fyrrverandi varaforseti Katalóníu.
Junqueras, fyrrverandi varaforseti Katalóníu. AFP

Hæstiréttur Spánar hefur fyrirskipað að réttað verði yfir átján fyrrverandi leiðtogum Katalóníu vegna aðildar þeirra að sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins á síðasta ári.

Níu fyrrverandi leiðtogar hafa setið í gæsluvarðhaldi, þar á meðal Oriol Juqueras, fyrrverandi varaforseti Katalóníu. Hæstiréttur segir að rétta skuli yfir þeim fyrir að hafa staðið á bak við uppreisn. 

Hámarksrefsing, verði þeir fundnir sekir um uppreisn, er 25 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert