Brenndu líkneski af Grenfell-turninum

Það sem eftir er af Grenfell-turninum í vesturhluta Lundúna. Myndbandið …
Það sem eftir er af Grenfell-turninum í vesturhluta Lundúna. Myndbandið sem var birt á netinu, sýnir stórt líkneski merkt Grenfell-turninn með pappafígúrum í gluggunum brenna á bálkesti. AFP

Breska lög­regl­an hef­ur hand­tekið fimm menn vegna mynd­bands sem sýn­ir hóp hlæj­andi fólks brenna lík­an af Gren­fell-turn­in­um. Alls lét­ust 72 þegar eld­ur kom upp í íbúðablokk­inni í júní í fyrra og er það mann­skæðasti elds­voði sem upp hef­ur komið í Bretlandi frá því í heims­styrj­öld­inni síðari.

Mynd­bandið sem var birt á net­inu, sýn­ir stórt líkn­eski merkt Gren­fell-turn­inn með pappafíg­úr­um í glugg­un­um, sem brennt er á bál­kesti og heyra má grodda­leg­an hlát­ur í bak­grunni.

Í yf­ir­lýs­ingu frá Scot­land Yard seg­ir að fimm­menn­ing­arn­ir, sem voru á aldr­in­um frá 19 ára upp í 55 ára hafi verið hand­tekn­ir er þeir gáfu sig fram  á lög­reglu­stöð í suður­hluta London í gær og að þeir séu nú í varðhaldi.

„Í mynd­band­inu má heyra fólk við brenn­una segja: „Hjálpið mér! Hjálpið mér!“, „Hoppið út um glugg­ann!“ og „Þetta ger­ist þegar þeir borga ekki leigu.“

Gren­fell United, sam­tök þeirra sem lifðu af brun­ann og þeirra sem misstu þar ást­vini sögðu í Twitter-færslu að mynd­bandið væri „and­styggi­legt“. „Það er ekki bara óþægi­legt fyr­ir þá sem misstu ætt­ingja, það sýn­ir hat­ur og dóna­skap gagn­vart öll­um sem [brun­inn] hafði áhrif á.“

Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sagði á Twitter mynd­bandið sýna van­v­irðingu í garð þeirra sem lét­ust í eld­in­um, sem og fjöl­skyld­um þeirra og ást­vin­um. „Það er full­kom­lega óá­sætt­an­legt,“ sagði May.

Stu­ard Cun­dy, lög­reglu­stjóri sem fer með rann­sókn á Gren­fell-brun­an­um, sagði þá að sér blöskraði kald­lyndið sem mynd­bandið sýndi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert