Nauðgað af hermönnum

00:00
00:00

Nokk­ur fjöldi kvenna í Simba­bve hef­ur sakað her­menn og lög­reglu­menn um nauðgan­ir und­an­farn­ar vik­ur, en róstu­samt hef­ur verið í rík­inu und­an­farn­ar vik­ur vegna mót­mæla, sem rekja má til þeirr­ar ákvörðunar rík­is­stjórn­ar­inn­ar að tvö­falda verð á eldsneyti, til að mæta eldsneyt­is­skorti.

33 ára göm­ul ein­stæð móðir í höfuðborg­inni Har­are seg­ir AFP-frétta­stof­unni sögu sína af of­beldi, sem hún varð fyr­ir af hálfu her­manna á dög­un­um. Hún seg­ir fjóra her­menn hafa komið að heim­ili henn­ar um miðnætti og bankað harka­lega á dyrn­ar.

„Ég spurði hverj­ir þetta væru og þeir öskruðu „opnaðu hurðina“. Þá stóð ég upp úr rúm­inu, opnaði hurðina og sá fjóra her­menn,“ seg­ir kon­an í sam­tali við AFP.

Því næst geng­ur her­menn­irn­ir inn og einn þeirra sagði henni að leggj­ast á rúmið. Svo nauðgaði hann henni og yf­ir­gaf hí­býl­in.

„Svo nauðgaði ann­ar mér. Hinir tveir stóðu bara þarna og héldu á skot­vopn­um,“ seg­ir kon­an og bæt­ir við að þegar síðari hermaður­inn hefði lokið sér af, hafi menn­irn­ir farið.

Mörg fórn­ar­lömb kyn­ferðisof­beld­is í Simba­bve treysta sér ekki til þess að leita til lög­reglu vegna glæpa sem þess­ara, sam­kvæmt því sem fé­laga­sam­tök í land­inu segja við AFP.

Konan sagði AFP sögu sína af kynferðisofbeldi hermanna. Mörg fórnarlömb …
Kon­an sagði AFP sögu sína af kyn­ferðisof­beldi her­manna. Mörg fórn­ar­lömb kyn­ferðisof­beld­is í Simba­bve treysta sér ekki til þess að leita til lög­reglu vegna glæpa sem þess­ara. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert