200.000 mótmæla réttarhöldunum

Um 200.000 manns tóku þátt í mótmælagöngu vegna réttarhalda yfir …
Um 200.000 manns tóku þátt í mótmælagöngu vegna réttarhalda yfir leiðtogum sjálfstæðissinna í Barcelona í dag. AFP

Um 200.000 manns tóku þátt í mót­mæl­um gegn rétt­ar­höld­um yfir leiðtog­um sjálf­stæðissinna í Barcelona á Spáni í dag. Segja mót­mæl­end­ur rétt­ar­höld­in vera al­gjör­an farsa, en réttað er yfir mönn­un­um vegna aðild­ar þeirra í þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðskilnað Katalón­íu frá Spáni.

„Sjálfs­ákvörðun er ekki glæp­ur,“ stóð á skilti sem Quim Torra for­seti héraðsstjórn­ar Katalón­íu bar ásamt hópi annarra mót­mæl­enda.

AFP-frétta­veit­an hef­ur eft­ir lög­reglu að um 200.000 manns hafi tekið þátt í mót­mæl­un­um.  Sjálf­ir segja skipu­leggj­end­ur um 500.000  mót­mæl­end­ur hafa tekið þátt í göng­unni.

Þátt­tak­end­ur veifuðu blá­um, rauðum og gul­um fána Katalón­íu og báru skilti með kröf­um á borð við „Frelsi fyr­ir póli­tíska fanga“.

Rétt­ar­höld hóf­ust fyr­ir hæsta­rétti í Madrid á þriðju­dag í máli 12 katalónskra aðgerðasinna, vegna þátt­ar þeirra í í þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðskilnað Katalón­íu frá Spáni árið 2017. Verði þeir fundn­ir sek­ir geta þeir átt yfir höfði sér allt að 25 ára fang­elsi vegna ákæru um að hvetja til upp­reisn­ar og fyr­ir að lýsa yfir sjálf­stæði Katalón­íu um skamma stund.

Mótmælendur halda hér á loft mynd aðskilnaðarsinnans Oriol Junqueras sem …
Mót­mæl­end­ur halda hér á loft mynd aðskilnaðarsinn­ans Ori­ol Junqu­eras sem setið hef­ur í varðhaldi. AFP

Sjálf­stæðis­yf­ir­lýs­ing­in skapaði eina dýpstu kreppu sem verið hef­ur í spænsk­um stjórn­mál­um frá því að í stjórn­artíð ein­ræðis­herr­ans Francisco Francow.

Sjálf­stæðissinn­ar og lög­fræðing­ar ákær­end­anna segja réttað yfir þeim vegna hug­mynda þeirra og fyr­ir stjórn­mála­and­óf.

„Það sem er að ger­ast núna er virki­lega hryggi­legt. Þetta eru póli­tísk rétt­ar­höld,“ sagði Jes­us Rodrigu­ez einn mót­mæl­end­anna og kveður þá vera dæmda fyr­ir eitt­hvað sem ekki sé glæp­ur.

„Þeir vilja bara læsa þá inni, en vita samt að það er ekki glæp­ur að kjósa. Þeir eru að búa til glæp sem átti sér aldrei stað.“

Sak­sókn­ar­ar halda því engu að síður fram að aðskilnaðarsinn­arn­ir séu fyr­ir rétti vegna gjörða sinna, ekki hugs­ana.

AFP seg­ir marga Spán­verja vera hlynnta rétt­ar­höld­un­um, þar sem þeir séu hneykslaðir yfir sjálf­stæðis­kosn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert