Manning fangelsuð fyrir að neita að bera vitni

Chelsea Manning var úrskurðuð í gæsluvarðhald í gær fyrir að …
Chelsea Manning var úrskurðuð í gæsluvarðhald í gær fyrir að neita að bera vitni í rannsókn á Wikileaks uppljóstrunarsíðunni. AFP

Wiki­leaks upp­ljóstr­ar­inn Chel­sea Mann­ing var í gær úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald fyr­ir að neita að bera vitni fyr­ir dómi í tengsl­um við rann­sókn banda­rískra al­rík­is­yf­ir­valda á upp­ljóstr­un­ar­síðunni Wiki­leaks.

Fyr­ir­skipaði dóm­ari að Mann­ing skuli sæta gæslu­v­arðhaldi annað hvort þar til ákæru­dóm­stóll­inn lýk­ur störf­um, eða hún felst á að bera vitni. Mann­ing hef­ur hins veg­ar sagst hafa, þegar her­dóm­stóll réttaði yfir henni, þegar hafa greint frá sem hún viti.

Hún var fund­in sek um njósn­ir árið 2013 fyr­ir  að leka þúsund­um trúnaðarskjala til Wiki­leaks og þá dæmd í 35 ára fang­elsi, en dóm­ur­inn var síðar mildaður.

Sagði Mann­ing dóm­ar­an­um að hún muni sætta sig við úr­sk­urð hans, en hún muni ekki bera vitni. Lög­fræðing­ur Mann­ing óskaði ít­rekað eft­ir að hún fengi að vera í stofufang­elsi vegna heilsu sinn­ar, en dóm­ar­inn sagði lög­reglu­menn munu sinna þörf­um henn­ar.

Banda­rísk yf­ir­völd hafa verið með Wiki­leaks til rann­sókn­ar árum sam­an og upp­lýsti sak­sókn­ara­embættið í lok síðasta árs fyr­ir mis­tök um mögu­leg­ar ákær­ur á hend­ur Ju­li­an Assange stofn­anda Wiki­leaks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert