„Vekur upp sárar minningar“

00:00
00:00

For­sæt­is­ráðherra Nor­egs, Erna Sol­berg, hvet­ur alþjóðasam­fé­lagið til þess að berj­ast gegn öfga­hyggju af öllu tagi í kjöl­far hryðju­verka­árás­ar­inn­ar í Christchurch. Hún seg­ir að árás­in veki sár­ar minn­ing­ar frá fjölda­morðum And­ers Behring Brei­vik í Nor­egi 2011.

„Þetta er mjög sorg­legt og vek­ur upp sár­ar minn­ing­ar af okk­ar eig­in reynslu 22. júlí sem er versta stund Nor­egs frá stríðslok­um,“ seg­ir Sol­berg í viðtali við TV2. „Þetta sýn­ir okk­ur að öfga­hyggja blómstr­ar á mörg­um stöðum,“ seg­ir hún. 

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs. AFP

Að sögn Sol­berg er þetta einnig viðvör­un um að hvergi megi hvika frá bar­átt­unni gegn öfga­hyggju. Hvaða nafni sem hún nefn­ist. 

Brei­vik skaut 77 til bana og voru flest fórn­ar­lömb hans ung­menni í sum­ar­búðum á Útey. Hann sagðist hafa valið fórn­ar­lömb sín vegna þess að þau hafi hvatt til fjöl­menn­ing­ar. 

49 lét­ust í árás­inni í Christchurch og seg­ir for­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, Jac­inda Ardern, að um hryðju­verk sé að ræða. 48 eru með skotsár og marg­ir þeirra mjög al­var­lega særðir. Af þeim látnu var 41 í Al Noor-mosk­unni en sjö í mosk­unni við Linwood Avenue. Einn lést á sjúkra­húsi. 

Einn maður hef­ur verið ákærður fyr­ir morð, 28 ára gam­all Ástr­ali, og verður hann leidd­ur fyr­ir dóm­ara á morg­un. Tveir til viðbót­ar eru í haldi en fjórða mann­eskj­an sem einnig var hand­tek­in fyrr í dag hef­ur verið lát­in laus þar sem hún teng­ist ekki árás­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert