Einn á móti hertri vopnalöggjöf

David Seymour, eini þingmaður hægriflokksins ACT á nýsjálenska þinginu, var …
David Seymour, eini þingmaður hægriflokksins ACT á nýsjálenska þinginu, var jafnframt sá eini sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi um herta vopnalöggjöf í landinu. Ljósmynd/Twitter

Aðeins einn þingmaður ný­sjá­lenska þings­ins greiddi at­kvæði gegn nýrri hertri vopna­lög­gjöf sem var lögð fram á þing­inu í dag.

119 þing­menn af 120 greiddu at­kvæði með frum­varp­inu, sem fel­ur í sér að hálf­sjálf­virk­ir riffl­ar og hríðskotariffl­ar verða bannaðir í land­inu.

Jac­inda Ardern, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, kynnti breyt­ing­ar á vopna­lög­gjöf­inni fyr­ir um tíu dög­um í kjöl­far hryðju­verk­anna í Christchurch 15. mars þegar 50 lét­ust í skotárás­um víga­manns í tveim­ur mosk­um í borg­inni.

„Allt of marg­ir í þessu landi hafa greiðan aðgang að hættu­leg­um skot­vopn­um og al­menn­ingi staf­ar ógn af því,“ sagði Stu­art Nash, ráðherra lög­gæslu­mála, þegar hann greiddi at­kvæði með frum­varp­inu. „Við verðum að bregðast hratt við.“

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, ásamt Stuart Nash, ráðherra löggæslumála.
Jac­inda Ardern, for­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, ásamt Stu­art Nash, ráðherra lög­gæslu­mála. AFP

Ætlaði að tefja málsmeðferðina en mætti of seint

Dav­id Seymour, eini þingmaður hægri­flokks­ins ACT, greiddi at­kvæði gegn frum­varp­inu og sagði hann lög­gjöf­ina ein­kenn­ast af fljót­færni. „Það er mik­il­vægt að við höld­um í hefðir um alls­gáða og rót­gróna laga­setn­ingu öll­um stund­um, en sér­stak­lega á þess­ari stundu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Seymour.

Seymore hafði hugsað sér að tefja málsmeðferð frum­varps­ins í þing­inu en missti af tæki­fær­inu þar sem hann mætti of seint í þingsal eft­ir að hafa út­skýrt áætl­un sína fyr­ir fjöl­miðlum.

Frum­varpið á eft­ir að fara í gegn­um frek­ari umræðu auk tveggja at­kvæðagreiðslna áður en það verður að lög­um og á Ardern von á því að nýju lög­in taki gildi 11. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert