„Eggjadrengurinn“ ekki ákærður

AFP

Ástr­alsk­ur ung­ling­ur sem kastaði eggj­um í ástr­alska öld­unga­deild­arþing­mann­inn Fraser Ann­ing slepp­ur með áminn­ingu.

William Connolly, sem er orðinn þekkt­ur sem „eggja­dreng­ur­inn“ kramdi egg á höfði Ann­ing á blaðamanna­fundi í Mel­bour­ne 16. mars. Ann­ing svaraði fyr­ir sig með því að slá Connolly utan und­ir tví­veg­is. Dag­inn áður sagði Ann­ing í ræðu á þingi að ástæðan fyr­ir árás­un­um þann sama dag í Christchurch væri heim­ild til handa múslim­um til að flytja til lands­ins. Vís­ar hann þar til hryðju­verka sem kostuðu 50 manns lífið en árás­armaður­inn aðhyll­ist yf­ir­burði hvíta kyn­stofns­ins.

Connolly var hyllt­ur sem hetja á sam­fé­lags­miðlum og söfnuðust 80 þúsund Ástr­al­íu­dal­ir, sem svar­ar til um 7 millj­óna króna, til að greiða lög­fræðikostnað hans vegna eggjakasts­ins. Pen­ing­arn­ir verða notaðir til þess að styðja fórn­ar­lömb árás­anna og fjöl­skyld­ur þeirra. 

Í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra í Victoria verður Connolly ekki ákærður og það sama eigi við um Ann­ing. Það var niðurstaða lög­regl­unn­ar eft­ir að hafa rann­sakað málið og farið yfir mynd­efni því tengdu. Um sjálfs­vörn hafi verið að ræða hjá Ann­ing en tví­tug­ur maður hef­ur verið ákærður fyr­ir árás í kjöl­far at­viks­ins fyr­ir að hafa ráðist á Connolly.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert