Fyrirmynd Notre Dame er sýrlensk

Qalb Lozeh-dómkirkjan í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands var byggð á …
Qalb Lozeh-dómkirkjan í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands var byggð á 5. öld. AFP

Bogalaga inn­gang­ur og tveir turn­ar. Í norðvest­an­verðu Sýr­landi er að finna 5. ald­ar stein­k­irkju sem er fyr­ir­renn­ari hinn­ar frönsku Notre Dame.

Í miðju þorps­ins Qalb Lozeh stend­ur sam­nefnd dóm­irkja sem þykir besta dæmið í Sýr­landi um býs­ansk­an arki­tekt­úr. Talið er að kirkj­an sé fyr­ir­mynd margra dóm­kirkna sem síðar risu í Evr­ópu, m.a. hinn­ar einu sönnu Notre Dame.

„Þetta er elsta þekkta dæmið um tveggja turna fram­hlið við hlið vand­lega út­færðs bogalaga inn­gangs, for­veri þess sem síðar varð þekkt sem hinn róm­anski bygg­ing­ar­stíll,“ seg­ir Di­ana Dar­ke, sér­fræðing­ur í menn­ingu Mið-Aust­ur­landa. Róm­anski stíll­inn þróaðist svo í þann got­neska sem ræður ríkj­um í Notre Dame. 

Loftmynd sem sýnir vel hvelfingu Qalb Lozeh-dómkirkjunnar í Sýrlandi.
Loft­mynd sem sýn­ir vel hvelf­ingu Qalb Lozeh-dóm­kirkj­unn­ar í Sýr­landi. AFP

Hönn­un kirkj­unn­ar í norðvest­ur­hluta Sýr­lands er að mörgu leyti sam­bæri­leg hönn­un Notre Dame, að sögn Dar­ke. Fram­hlið kirkn­anna tveggja er það sem sam­ein­ar þær helst.

Lík­ind­in inn­an­dyra fel­ast m.a. í stólp­un­um sem skipta kirkj­un­um í þrjá ganga; kirkju­skipið og hliðar­skip­in. Þessi þrískipt­ing vís­ar til hinn­ar heil­ögu þrenn­ing­ar.  

Qalb Lozeh-dóm­kirkj­an til­heyr­ir einni af fjöru­tíu bygg­ingaþyrp­ing­um í Sýr­landi sem UNESCO setti á heims­minja­skrá árið 2011. Tveim­ur árum síðar, er stríðsátök­in í land­inu stóðu sem hæst, voru þess­ar bygg­ing­ar sett­ar á lista stofn­un­ar­inn­ar yfir menn­ing­ar­minj­ar í hættu á eyðilegg­ingu.

Qalb Lozeh-dómkirkjan má sannarlega muna fífil sinn fegri.
Qalb Lozeh-dóm­kirkj­an má sann­ar­lega muna fíf­il sinn fegri. AFP

UNESCO seg­ir að þorp­in og þar með tal­in Qalb Lozeh-kirkj­an sýni vel siðaskipt­in, allt frá heiðni róm­verska heimsveld­is­ins til kristni­dóms býs­anska-tíma­bils­ins.

Kristn­ir menn í Sýr­landi, sem auðgast höfðu á vín- og ólífu­fram­leiðslu, reistu Qalb Lozeh-kirkj­una, að sögn Dar­ke. Kirkj­an varð mik­il­væg­ur án­ing­arstaður á þjóðbraut þess tíma. „Kaup­menn, píla­grím­ar og munk­ar voru á stöðugum ferðalög­um milli þessa svæðis og Evr­ópu í gegn­um ald­irn­ar,“ seg­ir Dar­ke, „svo það kem­ur eng­um á óvart að upp­lýs­ing­ar um hönn­un [kirkj­unn­ar] hafi að lok­um náð til Evr­ópu, jafn­vel áður en kross­far­arn­ir fóru um á tólftu öld.“

Sýr­lenski sagn­fræðing­ur­inn Fayez Kaws­ara tel­ur það hafa verið kross­far­ana sem fluttu stíl  Qalb Lozeh til Evr­ópu. Hann seg­ir að all­ir þeir sem hafi sökkt sér ofan í got­nesk­an bygg­ing­ar­stíl og sér­stak­lega got­nesk­ar kirkj­ur viti að bygg­ing­ar­stíll­inn hafi borist til Evr­ópu frá Sýr­landi. „Stærsta sönn­un þessa er Notre Dame-dóm­kirkj­an.“

Skraut í kalsteini dómkirkjunnar í Sýrlandi sem einnig er alls …
Skraut í kal­steini dóm­kirkj­unn­ar í Sýr­landi sem einnig er alls ráðandi í Notre Dame. AFP

Qalb Lozeh-kirkj­an er mun minni en kenni­leitið þekkta í Par­ís. Hún er í Idlib-héraði sem enn er und­ir yf­ir­ráðum öfga­manna. 

Kirkj­an stend­ur því tóm og yf­ir­gef­in. Börn nota hana sem leik­völl og á veggj­um henn­ar er nú veggjakrot sem eng­inn hirðir um að þrífa. Um­sjón­ar­menn þess­ar­ar fornu dóm­kirkju yf­ir­gáfu hana fljót­lega eft­ir að stríðið braust út árið 2011. Is­sam Ibra­him, sem býr í ná­grenni henn­ar, seg­ir að síðan þá hafi hún verið van­rækt. Hann seg­ir þorps­bú­ana hafa tekið hönd­um sam­an í því verk­efni að reyna að vernda hana.

Wis­sam Mohammad, sem einnig býr skammt frá kirkj­unni, seg­ir hana leika stórt hlut­verk í sam­fé­lag­inu. „Þetta er ekki bara hrúga af göml­um stein­um. Þetta er tákn um menn­ingu Sýr­lands.“

Bogadreginn inngangurinn er skreyttur.
Boga­dreg­inn inn­gang­ur­inn er skreytt­ur. AFP
Lögreglumenn standa vörð framan við Notre Dame-dómkirkjuna í París eftir …
Lög­reglu­menn standa vörð fram­an við Notre Dame-dóm­kirkj­una í Par­ís eft­ir elds­voðann. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert