Rigningin versti óvinur Notre Dame

Skemmdir Notre Dame-kirkjunnar kannaðar.
Skemmdir Notre Dame-kirkjunnar kannaðar. AFP

Arki­tekt­ar sem vinna að því að varðveita það sem eft­ir stend­ur af Notre Dame-dóm­kirkj­unni vinna í kapp­hlaupi við tím­ann að því að hylja hana svo að rign­ing valdi ekki frek­ari skemmd­um.

Spáð er skúr­um og mögu­lega þrumu­veðri með til­heyr­andi rign­ingu á morg­un í frönsku höfuðborg­inni, Par­ís.

Hvelf­ing kirkj­unn­ar, sem hrundi að hluta í elds­voðanum, er nú þegar vatnssósa í kjöl­far slökkvi­starfs­ins. Arki­tekt­arn­ir ótt­ast að mik­il rign­ing geti valdið enn meiri skaða og jafn­vel hruni, að því er seg­ir í frétt BBC um málið.

Sá sem fer fyr­ir varðveisl­unni, arki­tekt­inn Phil­ippe Vil­leneu­ve, seg­ir það for­gangs­atriði að draga segldúk yfir hvelf­ing­una. Hann seg­ir allt til reiðu og ekki eft­ir neinu að bíða nema dúkn­um sem sé á leiðinni.

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti hef­ur heitið því að dóm­kirkj­an verði end­ur­byggð en hún er eitt helsta kenni­leiti borg­ar­inn­ar, byggð fyr­ir um 850 árum. Macron seg­ir stefnt að því að end­ur­bygg­ing­unni verði lokið fyr­ir ólymp­íu­leik­ana sem fram munu fara í Par­ís árið 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert