Skipulagði stóra hryðjuverkaárás

Lögreglumenn að störfum í borginni Los Angeles.
Lögreglumenn að störfum í borginni Los Angeles. AFP

Fyrr­ver­andi banda­rísk­ur hermaður, sem er grunaður um að hafa skipu­lagt stóra hryðju­verka­árás skammt frá borg­inni Los Ang­eles, hef­ur verið hand­tek­inn.

Með árás­inni ætlaði hann að hefna fyr­ir ný­legt fjölda­morð í borg­inni Christchurch á Nýja-Sjálandi.

Mark Steven Dom­ingo, 26 ára múslimi sem barðist í Af­gan­ist­an, á yfir höfði sér ákær­ur um hryðju­verk fyr­ir að ætla að drepa fjölda fólks í sprengju­árás.

Hann var hand­tek­inn á föstu­dag­inn eft­ir hafa fengið sent til sín tæki sem hann hélt að væri sprengja. Lög­reglumaður sem villti á sér heim­ild­ir af­henti hon­um tækið.

Frum­rann­sókn yf­ir­valda á Sri Lanka sýndi á dög­un­um fram á að hryðju­verka­árás­irn­ar í rík­inu á páska­dag, sem kostuðu að minnsta kosti 310 manns­líf, voru hefnd­ar­verk vegna árás­anna í Christchurch.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert