Engin tengsl á milli sprengju og árásar

Lögreglan stendur vörð í borginni Christchurch.
Lögreglan stendur vörð í borginni Christchurch. AFP

Lög­regl­an á Nýja-Sjálandi seg­ir að eng­in tengsl séu á milli sprengj­unn­ar sem fannst í borg­inni Christchurch og skotárás­ar í bæna­húsi í mars sem varð fimm­tíu múslim­um að bana.

Lagt var hald á sprengju og skot­færi í auðu hús­næði í Christchurch í gær. Svæðið í kring var rýmt og sprengj­an fjar­lægð. 33 ára karl­maður var hand­tek­inn vegna máls­ins. 

„Við erum ekki að leita að öðrum vegna þessa at­viks,“ sagði rann­sókn­ar­lög­reglumaður­inn Corri Par­nell í yf­ir­lýs­ingu. „Það eru eng­in tengsl sem vitað er um á milli 33 ára karl­manns­ins og árás­anna í Christchurch 15. mars.“

Maður­inn heit­ir Jay Michael Har­ding-Rer­iti og hef­ur verið kærður fyr­ir að hafa sprengi­efni í fór­um sín­um. Hann verður í gæslu­v­arðhaldi til 6. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert