Ákærður fyrir hryðjuverk

Al Noor-moskan í Christchurch.
Al Noor-moskan í Christchurch. AFP

Vígamaður, sem sakaður er um að hafa skotið 51 múslima til bana í tveim­ur mosk­um í ný­sjá­lensku borg­inni Christchurch 15. mars, var í dag ákærður fyr­ir hryðju­verk. Auk þess að vera ákærður fyr­ir hryðju­verk verður hann einnig ákærður fyr­ir 51 morð og 40 mann­dráp­stilraun­ir.

Í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu Nýja-Sjá­lands var ákær­an um hryðju­verk lögð fram í Christchurch í dag. For­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, Jac­inda Ardern, hef­ur allt frá árás­inni sagt hana vera þaul­skipu­lagða hryðju­verka­árás en það var fyrst í dag sem hann er ákærður form­lega fyr­ir hryðju­verk. Þetta er í fyrsta skipti sem ein­hver er ákærður fyr­ir hryðju­verk í Nýja-Sjálandi og hef­ur því aldrei áður reynt á hryðju­verka­lög­gjöf lands­ins sem sett var árið 2002. 

Hryðju­verka­mann­in­um, sem er 28 ára gam­all Ástr­ali, er haldið í ör­ygg­is­fang­elsi og þar er verið að kanna hvort hann er sak­hæf­ur. Hon­um er gert að mæta næst fyr­ir dóm­ara 14. júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert