Kýldar vegna kynhneigðarinnar

Hinsegin fánar.
Hinsegin fánar. AFP

Á Mel­aniu Geymonat og Chris, kær­ustu henn­ar, var ráðist á efri hæð tveggja hæða stræt­is­vagns árla morg­uns 30. maí vegna þess að þær neituðu öðrum farþegum, árás­ar­mönn­un­um, að kyss­ast fyr­ir fram­an þá. Þetta kem­ur fram í frétt BBC þar sem Geymonat seg­ir að hóp­ur manna hafi um­kringt hana og Chris kær­ust­una henn­ar í stræt­is­vagni í London og sagt óvægna hluti um kyn­lífs­stell­ing­ar, lesb­í­ur, og að þær ættu að kyss­ast svo þeir gætu fylgst með.

Reyndi að róa mál­in

„Til að reyna að róa mál­in reyndi ég að segja nokkra brand­ara, eins og að Chris skildi þá ekki því hún talaði ekki ensku. Hún lét meira að segja eins og hún væri veik, en þeir byrjuðu að fleygja smá­pen­ing­um. Skyndi­lega sé ég að Chris er í miðju vagns­ins og þeir eru að kýla hana. Ósjálfráð viðbrögð mín voru að flýta mér að þeim og reyna að draga Chris úr þvög­unni, og þá byrja þeir að kýla mig,“ seg­ir Geymonat. 

Eins og sjá má á mynd í tísti hér að neðan voru Geymonat og Chris blóðugar og illa út­leikn­ar eft­ir árás­ina.

Geymonat seg­ist hafa orðið fyr­ir miklu and­legu of­beldi í gegn­um tíðina vegna kyn­hneigðar henn­ar, en aldrei hafi áður verið ráðist á hana vegna þess. 

Fjöldi fyr­ir­menna í Bretlandi hafa tjáð sig um málið. Meðal ann­ars lýsti borg­ar­stjór­inn Sa­diq Khan árás­inni sem ógeðfelldri og fulla kven­h­atri. Þá sagði heil­brigðisráðherr­ann Matt Hancock að árás­in væri skelfi­leg og bætti við: „All­ir eiga rétt á því að elska.“

Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, tísti um frétt­ina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert