Segist ekki hafa framið ódæðið

00:00
00:00

Maður­inn sem er sakaður um að hafa skotið 51 manns til bana í bæna­hús­um í Christchurch í Nýja-Sjálandi hef­ur lýst yfir sak­leysi sínu.

Lögmaður Brent­on Tarr­ant greindi frá þessu en rétt­ar­höld fóru fram í mál­inu í dag. Tarr­ant var stadd­ur í fang­elsi í Auckland en sást í sjón­varps­út­send­ingu sitja þög­ull á meðan lögmaður hans las upp yf­ir­lýs­ing­una.

Tarr­ant, sem er 28 ára Ástr­ali, er sakaður um að hafa skotið á múslima er þeir fóru með bæn­ir í mosk­unni Al Noor og í mosk­unni Linwood. Sýndi hann beint frá ódæðinu á sam­fé­lags­miðlum.

Al Noor-moskan í Christchurch.
Al Noor-mosk­an í Christchurch. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert