Dreifði myndskeiðum af hryðjuverkum

Fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn sem tók 51 af lífi í tveimur …
Fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn sem tók 51 af lífi í tveimur moskum í Nýja-Sjálandi 15. mars. AFP

Ný­sjá­lend­ing­ur sem dreifði beinni út­send­ingu af hryðju­verk­un­um sem ástr­alsk­ur öfgamaður framdi í tveim­ur mosk­um í Christchurch hef­ur verið dæmd­ur í fang­elsi í 21 mánuð. 

Phil­ip Arps sendi mynd­skeiðið til 30 ein­stak­linga og sagði að það væri hrika­legt (awesome). Tók hann fram hversu marg­ir sjást drepn­ir í mynd­skeiðinu. 

Héraðsdóm­ari í Christchurch, Stephen O'Driscoll, seg­ir að Arps hafi enga eft­ir­sjá sýnt hvað varðar áhrif árás­anna á sam­fé­lag múslima í borg­inni en Arps játaði að hafa dreift óhugn­an­legu efni en um er að ræða mynd­skeið sem árás­armaður­inn sendi sjálf­ur út beint á sam­fé­lags­miðlum þegar hann framdi árás­irn­ar. Alls tók hann 51 af lífi í mosk­un­um tveim­ur. Fólkið sem hann drap var við föstu­dags­bæn­ir í mosk­un­um 15. mars síðastliðinn.

Arps, sem er 44 ára kaup­sýslumaður, var einnig dæmd­ur árið 2016 fyr­ir að skilja eft­ir svíns­haus við Al Noor-mosk­una en flest­ir þeirra sem lét­ust í árás­inni voru drepn­ir þar. Ástr­alski öfgamaður­inn var leidd­ur fyr­ir dóm­ara í síðustu viku og neit­ar hann sök í öll­um 92 ákæru­liðum. Rétt­ar­höld yfir hon­um hefjast á næsta ári. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert