Segir ummælin tilvitun í Biblíuna

Israel Folau.
Israel Folau. AFP

Pen­ing­ar streyma inn á söfn­un­ar­reikn­ing ástr­alska ruðnings­leik­manns­ins Isra­el Fo­lau sem var rek­inn úr áströlsku ruðnings­deild­inni fyr­ir hat­ursum­mæli í garð sam­kyn­hneigðra. Hann hef­ur sett á lagg­irn­ar hóp­söfn­un fyr­ir lög­fræðikostnaði en hann ætl­ar í mál við Ruðnings­sam­band Ástr­al­íu fyr­ir brott­vikn­ing­una.

Fo­lau, sem er heit­trúaður og krist­inn, var rek­inn í síðasta mánuði eft­ir að dóm­stóll á veg­um Rug­by Austr­alia sagði hann sek­an um al­var­legt brot en hann birti á sam­fé­lags­miðlum um­mæli um að hel­víti biði sam­kyn­hneigðra og annarra sem hann taldi synd­uga.

Leikmaður­inn seg­ir sjálf­ur að hann hafi aðeins verið að birta skila­boð úr Biblí­unni. Hann hef­ur því ákveðið að draga sam­bandið fyr­ir dóm og það kost­ar sitt, sam­kvæmt frétt AFP. 

Sam­kvæmt því sem fram kem­ur á söfn­un­ar­síðu hans, GoFundMe, er ætl­un­in að safna 3 millj­ón­um Ástr­al­íu­dala, sem svar­ar til 250 millj­óna króna, en Fo­lau var áður einn af hæst­launuðustu ruðnings­leik­mönn­um heims­ins. Þegar hafa yfir 3.700 manns tekið þátt og lagt til yfir 330 þúsund Ástr­al­íu­dali en söfn­un­in hófst fyrr í dag.

Færsla Fo­lau á In­sta­gram var eft­ir­far­andi:„Drunks, homosex­uals, adult­erers, li­ars, fornicators, thieves, at­heists and idolators - Hell awaits you.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert