4 milljónir hafa flúið Venesúela

Mikil mótmæli hafa verið undanfarin misseri í Venesúela vegna efnahags- …
Mikil mótmæli hafa verið undanfarin misseri í Venesúela vegna efnahags- og stjórnmálaástandsins í landinu. AFP

Um fimm þúsund yf­ir­gefa Venesúela á hverj­um degi sam­kvæmt skýrslu Sam­taka Am­er­íku­ríkja (OAS) sem birt var í dag. Þá er talið að fjöldi þeirra sem hafa flúið landið verði kom­inn í átta millj­ón­ir við árs­lok 2020.

Efna­hags­ástandið í Venesúela var eitt af viðfangs­efn­um tveggja daga fund­ar OAS í Medell­in í Kól­umb­íu sem hófst gær. Full­trú­ar Úrúg­væ gengu af fund­in­um í mót­mæla­skyni vegna þess að full­trú­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Venesúela fengu að sitja fund­inn, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Reu­ters.

Mikl­ar efna­hagsþreng­ing­ar hafa verið í land­inu að und­an­förnu og rík­ir tals­verð spenna milli stuðnings­manna Nicolas Maduro, for­seta Venesúela, og leiðtoga stjórn­ar­and­stöðunn­ar, Juan Guaido. Fjöldi ríkja hafa viður­kennt Guaido sem lög­mæt­an leiðtoga lands­ins.

Næst mestu fólks­flutn­ing­ar í heimi

Sam­einuðu þjóðirn­ar áætla að um fjór­ar millj­ón­ir manna hafa þegar flúið Venesúela. 1,3 millj­ón­ir þeirra eru í Kól­umb­íu, 850 þúsund í Perú og 263 þúsund í Ekvador.

„Þetta eru mestu fólks­flutn­ing­ar í sögu heims­hlut­ans, næst mestu flutn­ing­ar í heimi á eft­ir Sýr­landi þar sem hef­ur verið stríð í um átta ár,“ sagði Dav­id Smol­an­sky, ein ábyrgðarmanna skýrslu OAS, í dag.

Rík­is­stjórn­ir ríkja í Suður-Am­er­íku hafa ít­rekað biðlað til alþjóðasam­fé­lags­ins um aðstoð til þess að mæta heil­brigðis-, hús­næðis- og mennt­un­arþörf­um fólks­ins sem nú flýr stjórn Nicolas Maduro í Venesúela.

AFP

Aðeins 100 dal­ir á hvern flótta­mann

Aðeins 21% af þeim 738 millj­ón­um banda­ríkja­dala, jafn­v­irði 92 millj­örðum ís­lenskra króna, sem alþjóðasam­fé­lagið gaf fyr­ir­heit um á þessu ári hef­ur borist, er haft eft­ir Car­los Hol­mes Trujillo, ut­an­rík­is­ráðherra Kól­umb­íu.

Þá hef­ur Kól­umb­íu aðeins borist 66 millj­ón­ir banda­ríkja­dala af þeim 315 millj­ón­um sem átti að styðja við mót­töku flótta­manna.

Sam­kvæmt skýrslu OAS er ráðstaf­ar alþjóðasam­fé­lagið um 5 þúsund banda­ríkja­döl­um, jafn­v­irði 625 þúsund ís­lensk­um krón­um, að meðaltali á hvern sýr­lensk­an flótta­mann, en aðeins hundrað banda­ríkja­döl­um, jafn­v­irði 12.500 krón­um, að meðaltali á hvern flótta­mann frá Venesúela, sagði Trujillo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert