Venesúela fyrir mannréttindaráð SÞ

Her Venesúela er enn hliðhollur Nicolas Maduro forseta.
Her Venesúela er enn hliðhollur Nicolas Maduro forseta. AFP

Venesú­elsk stjórn­völd eru sökuð um hræðslu­áróður ólög­mæt mann­dráp í til­raun­um sín­um til að halda völd­um í land­inu í nýrri skýrslu Sam­einuðu þjóðanna. 

Sam­kvæmt skýrsl­unni, sem fjallað er um á vef BBC, eru fórn­ar­lömb hers og lög­reglu gjarn­an hand­tek­in og þau skot­in, en átt við vett­vang­inn þannig að út­lit er fyr­ir að þau hafi veitt mót­stöðu við hand­töku.

Sam­einuðu þjóðirn­ar hvetja stjórn­völd í Venesúela til þess að láta af al­var­leg­um brot­um gegn rétt­ind­um íbúa, en rík­is­stjórn lands­ins seg­ir skýrsl­una brenglaða og hlut­dræga.

Ófremd­ar­ástand hef­ur ríkt í Venesúela síðan þing­for­set­inn Juan Guaidó lýsti sig starf­andi for­seta lands­ins í janú­ar, en yfir fimm­tíu ríki hafa lýst yfir stuðningi sín­um við stjórn hans. Nicolas Maduro for­seti nýt­ur hins veg­ar enn stuðnings hers­ins, sem og mik­il­vægra banda­manna á borð við Kína og Rúss­land.

Fjór­ar millj­ón­ir íbúa hafa flúið Venesúela síðan 2015 vegna efna­hagskreppa sem leitt hafa af sér mikið at­vinnu­leysi og viðvar­andi skort á mat­væl­um og lyfj­um.

Skýrsla þessi verður kynnt fyr­ir mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna í dag, en hún bygg­ir á 558 viðtöl­um við vitni að mann­rétt­inda­brot­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert