Fjárfest í drottins nafni

AFP

Þjóðern­is­flokk­ar hafa verið áber­andi í evr­ópsk­um stjórn­mál­um und­an­far­in ár og njóta auk­ins stuðnings meðal kjós­enda. Banda­rísk­ar trú­ar­hreyf­ing­ar sem meðal ann­ars berj­ast gegn rétt­ind­um sam­kyn­hneigðra og rétti kvenna til þung­un­ar­rofs eru áber­andi þegar kem­ur að kosn­inga­sjóðum þjóðern­is­flokk­anna.

Fyr­ir fimm árum af­klædd­ist ít­alski stjórn­mála­maður­inn Matteo Sal­vini fyr­ir fram­an mynda­vél­arn­ar og voru mynd­irn­ar seld­ar í fjár­öfl­un­ar­skyni á eBay. Á þeim tíma var hann á upp­leið inn­an þjóðern­is­flokks­ins Lega Nord, eða Norður­banda­lagið, sem nú heit­ir Banda­lagið. Sal­vini er í dag inn­an­rík­is­ráðherra Ítal­íu og senni­lega þekkt­asti stjórn­mála­maður lands­ins. En svo var ekki fyr­ir fimm árum. Sal­vini tók að sér fyr­ir­sætu­hlut­verkið á ráðstefnu sem franski syst­ur­flokk­ur Banda­lags­ins, Þjóðfylk­ing­in, stóð fyr­ir. And­virði söl­unn­ar rann að hluta til ít­alskra sam­taka sem berj­ast gegn þung­un­ar­rofi. Sjá nán­ar hér

Í Evr­ópuþings­kosn­ing­un­um ný­verið vann Banda­lagið mik­inn kosn­inga­sig­ur og hlaut tæp­lega þriðjung at­kvæða sem er fimm sinn­um meira fylgi en þau 6% sem flokk­ur­inn hlaut í kosn­ing­un­um árið 2014.

Sal­vini er ein af helstu stjörn­um þjóðern­is­flokka Evr­ópu ásamt Mar­ine le Pen, for­manni frönsku Þjóðfylk­ing­ar­inn­ar, og for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, Vikt­or Or­bán. Þjóðern­is­flokk­ar hafa náð mikl­um ár­angri í kosn­ing­um í Evr­ópu und­an­far­in ár og er það ekki síst þakkað að stefn­ur flokk­anna hafa verið slípaðar til þannig að þær höfði til breiðari hóps kjós­enda en áður.

Matteo Salvini á kosningafundi fyrir Evrópuþingkosningarnar í vor.
Matteo Sal­vini á kosn­inga­fundi fyr­ir Evr­ópuþing­kosn­ing­arn­ar í vor. AFP

„Þetta er merki um að Evr­ópa hef­ur breyst,“ sagði Sal­vini á fundi með blaðamönn­um að lokn­um Evr­ópuþing­kosn­ing­un­um. Hann hét kjós­end­um því að bjarga gyðing­um/​kristn­um rót­um Evr­ópu. Það væri löngu tíma­bært sagði hann og kyssti á kross­inn á talna­bandi sínu á fund­in­um í Mílanó. Í Ung­verjalandi fagnaði bandamaður hans, Or­bán, nýj­um tím­um í evr­ópsk­um stjórn­mál­um.

Fjallað er um evr­ópska þjóðern­is­flokka og fjár­mögn­un þeirra í grein sem birt­ist á vef New York Review of Books í gær­kvöldi. Blaðamenn þar ásamt starfs­systkin­um hjá Open Democracy hafa frá því um mitt ár 2016 unnið að því í sam­ein­ingu að rekja fjár­mögn­un og starf­semi þjóðern­is­hreyf­inga í Evr­ópu. Til að mynda kosn­inga­bar­átt­una fyr­ir Brex­it-kosn­ing­arn­ar 2016, breytt lands­lag í Ung­verjalandi þegar kem­ur að rétt­ind­um kvenna og LG­BTQI-fólks. 

Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, ásamt forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í …
For­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, Vikt­or Or­bán, ásamt for­seta Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, í Hvíta hús­inu í maí. AFP

Sam­kvæmt grein NY Books er meðal stefnu­mála þess­ara flokka að draga úr rétt­ind­um kvenna og LG­BTQI-fólks. Flokk­arn­ir vilja stuðla að rétti ófæddra til lífs (án þess taka til­lit til hætt­unn­ar sem fylg­ir ólög­legu þung­un­ar­rofi og áhættu á meðgöngu). Þeir vilja aukna áherslu á fjöl­skyld­una eins og hún var skil­greind fyrr á öld­um. Það er, hefðbund­in hlut­verk kynj­anna þar sem ekk­ert rými er fyr­ir LG­BTQI-fólk og staða kon­unn­ar sett aft­ur inn á heim­ilið, enda sé það henn­ar rétti vett­vang­ur. Trú­ar­stofn­an­ir og frelsi markaðar­ins, upp að vissu marki, er hafið upp fyr­ir önn­ur rétt­indi og frjáls­lyndi. 

Formaður Rassemblement National (RN), Marine Le Pen, er þingmaður á …
Formaður Rassemblement Nati­onal (RN), Mar­ine Le Pen, er þingmaður á Evr­ópuþing­inu. AFP

Marg­ir leiðtog­ar evr­ópskra þjóðern­is­hreyf­inga fara ekki leynt með hug sinn og segja að það þurfi að verja krist­in gildi í Evr­ópu. Meðal ann­ars hafa Or­bán og Sal­vini ít­rekað komið þess­um hug­sjón­um sín­um að og spænski þjóðern­is­flokk­ur­inn Vox, sem er fyrst­ur slíkra flokka til að koma mönn­um að á spænska þing­inu frá falli Franco, hef­ur ýjað að því að styðja við breyt­ing­ar á lög­um um kyn­bundið of­beldi. Enda tel­ur flokk­ur­inn ósann­gjarnt að menn séu dæmd­ir glæpa­menn fyr­ir að beita heim­il­isof­beldi. Stjórn­ar­flokk­ur­inn í Póllandi, Lög og rétt­ur, er að þrýsta á að banna þung­un­ar­rof og setja veru­leg­ar tak­mark­an­ir á mögu­leika kvenna á getnaðar­vörn­um.

Leiðtogi spænska þjóðernisflokksins Vox, Santiago Abascal.
Leiðtogi spænska þjóðern­is­flokks­ins Vox, Santiago Abascal. AFP

Höf­und­ar grein­ar­inn­ar The American Dark Mo­ney Behind Europe’s Far Right, Mary Fitz­ger­ald og Claire Provost, segja að það hafi komið þeim á óvart að sjá hversu hratt boðskap­ur þjóðern­is­flokka breidd­ist út og hversu vel hon­um er tekið í Evr­ópu en þegar fjár­mál­in voru skoðuð hafi skýr­ing­in að hluta komið í ljós. Á ann­an tug banda­rískra trú­ar­stofn­ana hafa lagt þjóðern­is­flokk­um lið í Evr­ópu með fjár­magni.

Að minnsta kosti 50 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, 6,3 millj­arðar króna, hafa komið frá á öðrum tug banda­rískra trú­ar­hópa. Um er að ræða kosn­inga­fjár­fram­lög sem erfitt er að rekja og sam­kvæmt grein­inni í NY Books er þetta aðeins topp­ur­inn á ís­jak­an­um. Fjár­hæðirn­ar eru mun hærri þar sem aðeins tólf krist­in sam­tök voru skoðuð og skatt­skil þeirra og bók­hald.

Frá göngu Massachusetts Citizens for Life hold í síðasta mánuði.
Frá göngu Massachusetts Cit­izens for Life hold í síðasta mánuði. AFP

Af þess­um tólf trú­ar­sam­tök­um kom stærsta fram­lagið frá Billy Gra­ham Evang­elistic Associati­on, eða 20 millj­ón­ir dala á tíma­bil­inu 2008 til 2014. Hér er nán­ar farið yfir fjár­fram­lög­in á vef Open Democracy

Þeir sem hafa sett fjár­magn í evr­ópsku hreyf­ing­arn­ar hafa einnig stutt við bakið á þeim sem nú eru við stjórn­völ­inn í Banda­ríkj­un­um og ekk­ert ólög­legt við það. Má þar nefna Koch-bræðurna og fjöl­skyldu mennta­málaráðherr­ans, Betsy DeVos. Auk trú­ar­sam­taka sem Jay Seku­low starfar náið með en hann er einn af per­sónu­leg­um lög­mönn­um for­seta Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump. 

Hug­veit­an Act­on Institu­te er þar einnig nefnd og önn­ur hug­veita, Dignitatis Humanae, sen er tengd Steve Bannon, sem var einn helsti ráðgjafi Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta. Hug­veit­an ætlaði sér að koma á lagg­irn­ar mennta­stofn­un skammt fyr­ir utan Róm þar sem þjálfa átti upp nýja kyn­slóð, Sal­vini, Or­bán og Le Pen. Eða eins og Bannon sagði í viðtali við Rich­ard Eng­el á NBC í apríl: Setj­um á lagg­irn­ar aka­demíu þar sem við kom­um helstu hugsuðum sam­an og þar verður hægt að þjálfa nú­tíma­skylm­ingaþræla

Banda­rísk trú­ar­sam­tök hafa oft stutt fjár­hags­lega við aðgerðasinna sem berj­ast gegn rétt­ind­um LG­BTQI-fólks, kyn­fræðslu og þung­un­ar­rofi. Má þar nefna bar­átt­una fyr­ir dauðarefs­ing­um við sam­kyn­hneigð í Úganda og banni við þung­un­ar­rofi í Rómönsku-Am­er­íku. 

Neil Datta, sem fer með rétt­inda­mál á Evr­ópuþing­inu (Europe­an Parlia­ment­ary For­um on Sex­ual and Reproducti­ve Rights (EPF)), seg­ir í viðtali við NY Books að það hafi tekið þessa hópa 30 ár að koma sín­um manni að í Hvíta hús­inu. Svipað sé að ger­ast í Evr­ópu nema mun hraðar og víðar í Evr­ópu en nokk­ur hafi getað ímyndað sér. Enda eiga stjórn­mála­skoðanir Sal­vini, Or­bán, le Pen og fleiri hljóm­grunn víða í Evr­ópu þar sem þjóðern­is­flokk­ar hafa náð mikl­um ár­angri í kosn­ing­um víða í álf­unni og eins í kosn­ingu til Evr­ópuþings­ins í vor. Tvö stærstu flokka­banda­lög­in á þing­inu, Jafnaðar­menn (S&D) og Banda­lag hóf­samra hægri­flokka (EPP), töpuðu hvort um sig um 40 sæt­um og hafa í fyrsta sinn frá stofn­un Evr­ópuþings­ins ekki sam­an­lagðan meiri­hluta þing­sæta þrátt fyr­ir að vera eft­ir sem áður stærstu tvö banda­lög­in á þing­inu. 

Þögul mótmæli kvenna sem eru klæddar í anda bókar Margaret …
Þögul mót­mæli kvenna sem eru klædd­ar í anda bók­ar Marga­ret Atwood, The Hand­maid’s Tale, hafa verið áber­andi víða í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu und­an­farið. AFP
Aðgerðasinnar úr hreyfingunni Ni una menos sem berjast gegn kynbundnu …
Aðgerðasinn­ar úr hreyf­ing­unni Ni una menos sem berj­ast gegn kyn­bundnu of­beldi og krefjast rétt­inda kvenna til þung­un­ar­rofs. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert