18 farast í skotárás í El Paso

Lögreglumaðurinn Enrique Carillo ræðir við fjölmiðla við verslunarmiðstöðina.
Lögreglumaðurinn Enrique Carillo ræðir við fjölmiðla við verslunarmiðstöðina. AFP

Mann­skæð skotárás átti sér stað í versl­un­ar­miðstöð í Texas í dag. Árás­in var gerð í Cielo Vista Mall-versl­un­ar­miðstöðinni í El Paso, nærri landa­mær­um Mexí­kó. Lög­reglu­yf­ir­völd í El Paso greindu frá því fyr­ir skemmstu að 18 hefðu lát­ist í árás­inni. Einn maður er nú í haldi lög­reglu.

BBC seg­ir 22 hið minnsta hafa leitað sér aðhlynn­ing­ar við sár­um sín­um á sjúkra­hús­um í grennd­inni og hef­ur lög­regla biðlað til al­menn­ings að gefa blóð.



CNN-sjón­varps­stöðin sagði fyrr í kvöld að hóp­ur manna sem grunaður væri um árás­ina hefði verið hand­tek­inn og færður í varðhald, en talsmaður lög­regl­unn­ar seg­ir yf­ir­völd hins veg­ar ekki telja marga hafa verið að verki.

„Við vilj­um ekki láta nein­ar ótíma­bær­ar upp­lýs­ing­ar frá okk­ur, ekki þar til við höf­um staðreynd­irn­ar á hreinu fyr­ir ykk­ur,“ hef­ur BBC eft­ir Robert Gomez, tals­manni lög­regl­unn­ar.

Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna árásarinnar.
Lög­regla var með mik­inn viðbúnað vegna árás­ar­inn­ar. AFP

Fyrstu frétt­ir af skotárás­inni bár­ust um ell­efu­leytið í morg­un að staðar­tíma og seg­ir BBC frétt­ir hafa borist af skot­hvell­um á nokkr­um stöðum, bæði í Cielo Vista mall og eins í Walmart versl­un í ná­grenn­inu. Frétt­ir af fleiri skot­hvell­um í Bas­sett, ann­arri versl­un­ar­miðstöð í ná­grenn­inu voru hins veg­ar ekki rétt­ar.

„Fyrstu frétt­ir voru að vopnið væri riff­ill. Ég get ekki staðfest það strax,“ sagði Gomez. Né held­ur gæti hann greint frá neinu varðandi hinn grunaða að öðru leyti en að um karl­mann væri að ræða.

Reu­ters seg­ir KTSM-sjón­varps­stöðina í El Paso hafa birt tvær mynd­ir á vef sín­um sem sagðar eru vera af hinum grunaða. Þær voru tekn­ar úr eft­ir­lits­mynda­vél er maður­inn gekk inn í Walmart og sýna hvít­an karl­mann með gler­augu í og dökklit­um stutterma­bol og með árás­arrif­ill sem hann bein­ir fram fyr­ir sig. Þá virðist maður­inn vera með ein­hvers kon­ar heyrn­ar­tól, eða eyrna­hlíf­ar.

Lög­regla seg­ist ekki telja al­menn­ingi vera neina hættu búna, en leit haldi þó áfram. Þá hef­ur verið opnuð miðstöð fyr­ir þá sem leita nú ást­vina sinna.

„Þetta er harm­leik­ur sem við héld­um að myndi aldrei eiga sér stað í El Paso,“ sagði borg­ar­stjór­inn Dee Margo. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur einnig tjáð sig um árás­ina á Twitter og sagði hann frétt­ir frá svæðinu vera „mjög slæm­ar, marg­ir hefðu verið myrt­ir“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert