Flaggað í hálfa stöng næstu fimm daga

AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur fyr­ir­skipað að banda­ríska fán­an­um skuli flaggað í hálfa stöng fyr­ir utan og á öll­um op­in­ber­um bygg­ing­um næstu fimm daga til að syrgja fórn­ar­lömb skotárás­anna í El Paso í Texas og Dayt­on í Ohio í Banda­ríkj­un­um.

„Þjóðin syrg­ir með fjöl­skyld­um þeirra sem myrt voru í skelfi­legu skotárás­un­um, sem áttu sér stað í El Paso og Dayt­on, og við deil­um sárs­auk­an­um og þján­ing­unni með öll­um fórn­ar­lömb­um þess­ara óskilj­an­legu árása,“ sagði Trump í yf­ir­lýs­ingu.

„Sem virðing­ar­vott við fórn­ar­lömb þessa hrylli­lega of­beld­is hef ég ákveðið að banda­ríski fán­an­um verði flaggað í hálfa stöng fyr­ir utan og á öll­um op­in­ber­um bygg­ing­um fram að sól­setri 8. ág­úst.

Tvær skotárás­ir með stuttu milli­bili

Tutt­ugu manns lét­ust í versl­un Walmart í El Paso í Texas-ríki eft­ir að 21 árs gam­all maður frá Dallas hóf skot­hríð þar inni í gær. Að minnsta kosti 26 særðust til viðbót­ar.

Níu manns lét­ust í skotárás í Dayt­on í Ohio-ríki í nótt og að minnsta kosti 16 særðust. Árás­armaður­inn lést eft­ir að lög­regla skaut hann til bana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert