„Hefði getað verið mun verra“

Ekki hefur verið gefið út hver árásarmaðurinn í Dayton var …
Ekki hefur verið gefið út hver árásarmaðurinn í Dayton var og ekkert liggur fyrir um ástæður þess að hann greip til vopna gegn samborgurum sínum með þessum hörmungarafleiðingum. AFP

„Eins slæmt og þetta er, þá hefði þetta getað verið mun, mun verra, eins og ég held að all­ir muni átta sig á þegar frek­ari upp­lýs­ing­ar ber­ast,“ seg­ir Matt Carper hjá lög­regl­unni í Dayt­on í Ohio, þar sem bys­sumaður myrti níu manns í nótt áður en hann var skot­inn til bana af lög­reglu.

Carper hrós­ar snör­um viðbrögðum lög­reglu­manna, sem voru í grennd­inni er til­kynn­ing barst um skot­hríðina. Hann seg­ir árás­ina hafa staðið yfir í stutt­an tíma.

„Við erum mjög hepp­in að lög­reglu­menn­irn­ir voru í grennd­inni og að þeir brugðust við á þann máta sem þeir gerðu,“ sagði Carper við fjöl­miðla.

Klædd­ist skot­heldu vesti

Talið er að maður­inn hafi verið einn að verki, en fram hef­ur komið í fjöl­miðlum vest­an­hafs að hann hafi klæðst skot­heldu vesti er hann lét til skar­ar skríða í Or­egon-hverf­inu í Dayt­on um kl. 1 í nótt að staðar­tíma.

Ekki hef­ur verið gefið út hver árás­armaður­inn í Dayt­on var og ekk­ert ligg­ur fyr­ir um ástæður þess að hann greip til vopna gegn sam­borg­ur­um sín­um með þess­um hörm­ung­araf­leiðing­um.

29 manns­líf á 13 klukku­stund­um

Tvö óhugn­an­leg fjölda­morð hafa heimt 29 manns­líf í Banda­ríkj­un­um síðasta sól­ar­hring­inn og tug­ir til viðbót­ar eru sár­ir, en auk árás­ar­inn­ar í Dayt­on varð ung­ur maður 20 manns að bana í Walmart-versl­un í El Paso í gær­kvöldi.

Það mál er rann­sakað sem mögu­leg­ur hat­urs­glæp­ur eða hryðju­verk, en talið er að maður­inn hafi, ein­ung­is 19 mín­út­um áður en hann skaut fyrstu skot­un­um, birt 2.300 orða mani­festó á net­inu, þar sem hann talaði gegn inn­flytj­end­um og mærði Christchurch-morðingj­ann sem varð 51 að bana í mars­mánuði.

Sam­kvæmt frétt New York Times eru þess­ar árás­ir 31. og 32. fjölda­morðið þar sem skot­vopn­um er beitt í Banda­ríkj­un­um það sem af er ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert