Frystir eignir Venesúela

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti fyr­ir­skipaði í dag að all­ar eig­ur venesú­elska rík­is­ins í Banda­ríkj­un­um skyldu fryst­ar og bannaði sam­skipti við þarlend stjórn­völd.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Banda­ríkja­stjórn að ákvörðun Trumps hafi verið tek­in vegna þess að Nicolas Maduro, for­seti Venesúela, og aðrir tengd­ir hon­um hefðu tekið sér völd sem hann hefði ekki sem og mann­rétt­inda­brota sem fram­in hefðu verið.

Spurður í síðasta mánuði hvort hann hefði slíkt í hyggju svaraði Trump því ját­andi. Banda­ríkja­stjórn hef­ur ekki gripið til slíkra aðgerða gegn rík­is­stjórn á vest­ur­hveli jarðar í rúm­lega þrjá ára­tugi að því er seg­ir í viðskipta­blaðinu Wall Street Journal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert