Transmaður fær ekki að vera faðir

Í dómnum má finna fyrstu bresku lagalegu skilgreiningu orðsins móður.
Í dómnum má finna fyrstu bresku lagalegu skilgreiningu orðsins móður. Ljósmynd/Luma Pimentel

Bresk­ur transmaður sem fæddi barn eft­ir frjó­sem­is­meðferð fær ekki að vera skráður faðir barns síns sam­kvæmt æðsta fjöl­skyldu­dóm­stól Breta. 

Í dómn­um má finna fyrstu bresku laga­legu skil­grein­ingu orðsins móður, en sam­kvæmt hon­um snýst móður­hlut­verkið um meðgöngu og að fæða barn og skipt­ir þar ekki máli hvort aðil­inn sem gekk með og fæddi barnið sé kona eða karl sam­kvæmt lög­um.

Fred­dy McConn­ell er 32 ára og hef­ur lifað sem karl­maður í nokk­ur ár en hélt kven­kyns æxl­un­ar­fær­um sín­um og fæddi barn sitt árið 2018. 

Hann ákvað að höfða mál gegn stjórn­völd­um eft­ir að að þess var kraf­ist að hann yrði skráður móðir barns­ins á fæðing­ar­vott­orði þess þrátt fyr­ir að hann fram­vísaði lög­leg­um skil­ríkj­um sem sýndu að hann væri karl­maður.

Dóm­ur­inn þykir bak­slag í rétt­inda­bar­áttu trans­fólks.

Um­fjöll­un Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert