Slökkvilið áminnt vegna mistaka við Grenfell-brunann

Það sem eftir er af Grenfell-turninum í vesturhluta Lundúna.
Það sem eftir er af Grenfell-turninum í vesturhluta Lundúna. AFP

Slökkvilið Lund­úna hef­ur verið áminnt fyr­ir al­var­lega ann­marka og kerf­ismis­tök í viðbragði sínu við elds­voðanum í Gren­fell-turn­in­um árið 2017 þar sem 72 lét­ust.

Hægt hefði verið að fækka dauðsföll­um hefði slökkviliðið gripið til ákveðinna aðgerða fyrr en gert var, sam­kvæmt skýrslu um elds­voðann og viðbragð við hon­um. Skýrsl­an, sem er yfir þúsund blaðsíður, verður form­lega út­gef­in á morg­un, miðviku­dag.

Slökkviliðsmönn­um er hrósað fyr­ir hug­rekki sitt nótt­ina 14. júní 2017, en í skýrsl­unni kem­ur þó fram að fjöl­mörg mis­tök hafi verið gerð, sem bendi til þess að und­ir­bún­ingi slökkviliðsins, þá sér­stak­lega stjórn­enda þess, hafi verið veru­lega ábóta­vant.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert