Formlega óskað eftir úrsögn

Frá Los Angeles.
Frá Los Angeles. AFP

Rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna hef­ur form­lega til­kynnt Sam­einuðu þjóðunum um úr­sögn Banda­ríkj­anna úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Ákvörðun Banda­ríkj­anna hef­ur valdið mikl­um von­brigðum meðal annarra ríkja. 

Um eins árs ferli er að ræða og tek­ur úr­sögn­in gildi dag­inn eft­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um á næsta ári. Sam­komu­lagið skuld­batt 188 ríki til þess að vinna sam­an gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Full­trú­ar 187 ríkja auk Banda­ríkj­anna und­ir­rituðu sam­komu­lag í Par­ís árið 2015 um að halda hlýn­un jarðar af manna­völd­um inn­an 2°C marks­ins og jafn­vel und­ir 1,5°C. 

Don­ald Trump gerði úr­sögn Banda­ríkj­anna úr sam­komu­lag­inu eitt af kosn­inga­mál­um sín­um en sam­kvæmt regl­um Sam­einuðu þjóðanna var ekki mögu­legt fyr­ir Banda­rík­in að hefja úr­sagn­ar­ferlið form­lega fyrr en 4. nóv­em­ber 2019. Til­kynn­ing þar að lút­andi, form­leg úr­sögn, barst síðan í gær­kvöldi. 

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna. AFP

Síðan á eft­ir að koma í ljós, að lokn­um for­seta­kosn­ing­um í Banda­ríkj­un­um, hvort staðið verði við brott­hvarfið en það fer eft­ir því hvort Trump verður end­ur­kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna seg­ir í frétt BBC.

Þar kem­ur fram að vís­inda­menn og um­hverf­issinn­ar ótt­ist áhrif­in af ákvörðun rík­is­stjórn­ar Banda­ríkj­anna á vernd­un lofts­lags þangað til. Í skýrslu sem var gef­in út í des­em­ber af Institu­te of In­ternati­onal and Europe­an Affairs kem­ur fram að ákvörðun Trumps um að yf­ir­gefa Par­ís­ar­sam­komu­lagið hafi þegar unnið veru­leg­ar skemmd­ir á sam­komu­lag­inu þar sem með ákvörðun­inni hafi Trump skapað svig­rúm fyr­ir aðra til þess að fylgja í kjöl­farið. Í skýrsl­unni er þar talað um Rússa og Tyrki en hvor­ugt ríkið hef­ur viljað staðfesta Par­ís­ar­sam­komu­lagið þrátt fyr­ir að hafa ritað und­ir það á sín­um tíma.

AFP

Í aðsendri grein Ein­ars Svein­björns­son­ar veður­fræðings í Morg­un­blaðinu í dag er fjallað um ákvörðun Gretu Thun­berg um að afþakka um­hverf­is­verðlaun Norður­landaráðs í síðustu viku. 

„Ég tók líka eft­ir því að í um­fjöll­un norskra fjöl­miðla örlaði á tóni móðgun­ar þegar Greta lét þess getið að Norðmenn hefðu gefið út met­fjölda olíu­vinnslu­leyfa og að nýj­asta svæðið sem kennt er við Joh­an Sver­drup gæti fram­leitt olíu og gas til næstu 50 ára. Á sinn raun­sæ­is­lega hátt varpaði hún eig­in­legri sprengju fram­an í for­sæt­is­ráðherra allra Norður­landaþjóðanna sem sátu al­vöru­gefn­ir á fremsta bekk þegar hún bætti við að þess væru eng­in merki að nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar væru fram und­an.

Á eft­ir klöppuðu all­ir sett­lega og hrósuðu Gretu litlu Thun­berg fyr­ir hug­rekkið. Þetta er málið, senni­lega eru all­ar Norður­landaþjóðirn­ar sek­ar um tví­ræðni í lofts­lags­mál­un­um. Hér á landi forðast menn t.d. eins og heit­an eld­inn að gera upp gaml­ar synd­ir stóriðjunn­ar í los­un kolt­víild­is eða hinn gríðar­mikla um­hver­fis­kostnað sem nýja „stóriðjan“ okk­ar, ferðaþjón­ust­an, er völd að. Þess í stað er sjón­um mark­visst beint að litl­um og sæt­um aðgerðum sem all­ir skilja, s.s. eins og að fella niður virðis­auka­skatt á reiðhjól­um eða auka grænkera­fæði í mötu­neyt­um skóla­barna.

Olí­an veld­ur siðferðiskreppu hjá Norðmönn­um

Aft­ur að Nor­egi. Stóra siðferðis­lega þver­sögn­in í um­hverf­is­mál­um þar er sú að á sama tíma og lands­menn telja sig með réttu vera í for­ustu í lofts­lags­mál­um eru Norðmenn með sjálft ríkið í far­ar­broddi að þéna stór­ar fúlg­ur fjár á olíu- og gas­vinnslu. Hlut­ur Norðmanna er um 2% heims­fram­leiðslunn­ar. Equin­or (sem áður hét Statoil) bend­ir sí­fellt á að hætti Norðmenn að vinna olíu gætu aðrir auðveld­lega dælt upp því sem ann­ars vantaði fyr­ir óseðjandi markaðinn. Þeir klifa líka stöðugt á því að vinnslu­svæðið sé um­hverf­i­s­vænt því not­ast er við raf­magn ofan af landi við upp­dæl­ing­una. Það sé nær ein­stakt í heim­in­um í dag.

Mörg fjölþjóðleg stór­fyr­ir­tæki í jarðefna­eldsneyti reyna hvað þau geta að rugla mynd­ina, draga vís­ind­in í efa, dreifa röng­um áróðri o.s.frv. Norðmenn fara aðeins aðrar leiðir, en slá engu að síður ryki í augu fólks þegar þeir reyna að telja fólki heima fyr­ir trú um um­hverf­i­s­væn­an ol­íuiðnað. Og svo virðist sem lands­menn trúi fegr­un­araðgerðunum og það hent­ar ágæt­lega sál­ar­lífi norsku þjóðar­inn­ar þessa dag­ana. En þegar kafað er dýpra kem­ur í ljós að vinnsl­an sjálf los­ar um 60 kg kolt­víild­is á hvert tonn hrá­ol­íu á meðan 3.000 kg losna við sjálf­an brun­ann.

Það er ekki nema mánuður síðan fyrstu ol­íu­drop­arn­ir fóru að renna um leiðslurn­ar á nýja Sver­drup-svæðinu djúpt vest­ur af Stafangri. Á næstu árum mun það standa und­ir þriðjungi allr­ar olíu­fram­leiðslu Nor­egs. Los­un kolt­víild­is við brennslu allr­ar þeirr­ar olíu sem vænta má úr þess­um brunn­um sam­svar­ar allri los­un gróður­húsaloft­teg­unda í Nor­egi í 21 ár!“ seg­ir í grein Ein­ars í Morg­un­blaðinu í dag. 

Eig­um við að mót­mæla í Norður­landaráði?

Er rétt­læt­an­legt að horfa þegj­andi á ný og ný hafsvæði þar sem borað er eft­ir olíu í raun ekki svo ýkja langt frá okk­ur? Á sama tíma og streðað er við að ná mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins!

Inn­an Norður­landa­sam­starfs­ins eig­um við rödd og líka áhrif. Eins í norður­skauts­ráðinu. Þar sitja líka Banda­ríkja­menn og Rúss­ar við okk­ar borð. Við get­um líkt og Sví­ar hér áður, sem mót­mæltu kröft­ug­lega hval­veiðum Íslend­inga, beitt okk­ur meira á þess­um vett­vangi. Snýst vit­an­lega um póli­tískt þor, en kannski ekki síður hvort við höf­um efni á að setj­ast í slíkt há­sæti dóm­ar­ans í lofts­lags­mál­um.

Höf­und­ur er veður­fræðing­ur hjá Veður­vakt­inni ehf.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert