Lét sig hverfa eftir framsalsbeiðni

AFP

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri leyniþjón­ustu Venesúela, Hugo Arm­ando Car­vajal, er horf­inn á Spáni aðeins nokkr­um dög­um eft­ir að dóm­stóll staðfesti beiðni um framsal hans til Banda­ríkj­anna á grund­velli ákæru um eit­ur­lyfja­smygl.

Að sögn talskonu spænska rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­is­ins er hans leitað en lög­regla fór á heim­ili Hugo Arm­ando Car­vajal í Madrid á föstu­dag, eft­ir að dóm­ar­ar kváðu upp úr­sk­urð sinn, en greip í tómt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert