„Drottinn gættu sonar míns“

Einn af sérsveitarmönnum FAES stendur hér vörð einu fátækrahverfanna vegna …
Einn af sérsveitarmönnum FAES stendur hér vörð einu fátækrahverfanna vegna aðgerða lögreglu. FAES vekur mikinn ótta með íbúum fátækrahverfanna. AFP

Miriam Gamarra, 39 ára banka­starfsmaður, man eft­ir að hafa fundið fyr­ir verk í brjósti þegar hún heyrði skot­hvelli í fjarska er hún var á leið í vinnu. „Drott­inn gættu son­ar míns,“ muldraði hún með sjálfri sér. Gamarra var þó ekki bæn­heyrð og son­ur henn­ar Luis Ariza var myrt­ur þetta maí­kvöld af venesú­elsku sér­sveit­inni sem hef­ur vakið ótta í fá­tækra­hverf­um höfuðborg­ar­inn­ar Caracas. Hann var 21 árs gam­all.

Gamarra er ekki ein um sorg­ir sín­ar, en Ariza er einn hundruð íbúa fá­tækra­hverf­anna sem hafa fallið fyr­ir hendi sér­sveit­anna (FAES)og segja ást­vin­ir fórn­ar­lambanna og mann­rétt­inda­sam­tök um „af­tök­ur“ að ræða.

Þess­ar ásak­an­ir hafa ratað alla leið á borð Michelle Bachelet, mann­rétt­inda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna og fyrr­ver­andi for­seta Chile.

Bachelet fundaði með ætt­ingj­um fórn­ar­lambanna í júní í sum­ar og hvatti að hon­um lokn­um til þess að sér­sveit­in, sem for­set­inn Nicolas Maduro setti á fót árið 2017 til að berj­ast gegn glæp­um, yrði leyst upp.

Mann­rétt­inda­sam­tök­in Cofa­vic hafa frá því í fyrra skráð hjá sér upp­lýs­ing­ar um 831 „af­tök­ur“ af hendi sér­sveit­ar­manna.

Ættingjar og vinir þeirra Johander Perez og Wuilkerman Ruiz bera …
Ætt­ingj­ar og vin­ir þeirra Johand­er Perez og Wuil­kerm­an Ruiz bera þá til graf­ar í kirkju­g­arði í Caras í byrj­un þessa mánaðar. Þeir full­yrða að þeir hafi fallið fyr­ir hendi sér­sveit­ar­manna. AFP

Sagður hafa skotið á lög­reglu

Það var í maí á þessu ári sem FAES fór inn í húsið sem Ariza bjó í með eig­in­konu sinni og tveim­ur börn­um. Konu hans og börn­um var haldið inni í hús­inu á meðan að sér­sveit­ar­menn tóku Ariza á brott með sér. Ætt­ingj­ar hans segja hann hafa verið óvopnaðan. Eig­in­kona hans seg­ir að þegar hún komst loks­ins út úr hús­inu þá hafi hún fundið hann lát­inn á göt­unni.

Frá­sögn FAES af at­b­urðinum hljóm­ar hins veg­ar allt öðru­vísi. Í vinnu­skýrslu sér­sveit­ar­inn­ar sem AFP hef­ur und­ir hönd­um eru sér­sveit­ar­menn sagðir hafa mætt ung­um vopnuðum manni úti á götu. Hann hafi neitað að verða við beiðni lög­regl­unn­ar að stöðva held­ur hafi hann skotið af byssu í átt að lög­reglu­stöðinni. Það hafi leitt til skot­b­ar­daga við sér­sveit­ar­menn og þess að Ariza hlaut ban­væn sár.

Er hann í skýrsl­unni enn­frem­ur sagður hafa verið grunaður um aðild að morðmáli. Þar kem­ur þó einnig fram að ekki hafi verið gef­in út hand­töku­skip­an á hend­ur hon­um, né held­ur hafi vopn hans verið flaggað með nein­um hætti.

Tveim­ur árum áður hafði Ariza dvalið þrjá mánuði í varðhaldi vegna mót­mæla gegn Maduro. Það var um það bil á sama tíma og Maduro stofnaði FAES. Voru sér­sveit­irn­ar stofnaðar til að verja „al­menn­ing gegn glæp­um og hryðju­verka­hóp­um“ sem Maduro sagði tengj­ast stjórn­ar­and­stöðunni.

Ekki leið þó á löngu þar til kvart­an­ir og ásak­an­ir í garð sér­sveit­anna tóku að streyma inn.

Mirian Gamarra sýnir mynd af syni sínum Luis Alfredo Ariza. …
Miri­an Gamarra sýn­ir mynd af syni sín­um Luis Al­fredo Ariza. Hún seg­ir hann hafa verið myrt­an af liðsmönn­um FAES. AFP

Sér­sveit­ar­menn sagðir skjóta unga menn á dauðafæri

Segja Bachelet, óháð sam­tök og ætt­ingj­ar fórn­ar­lambanna sér­sveit­irn­ar starfa utan dóms og laga aðallega í fá­tæk­ari hverf­um borga.

Eru sér­sveit­ar­menn sakaðir um að skjóta unga menn á dauðafæri, að skálda upp skot­b­ar­daga, fela krufn­inga­skýrsl­ur og hindra ætt­ingja fórn­ar­lamba í að sjá op­in­ber gögn.

Í skýrslu sem birt var í júlí á þessu ári kvaðst Bachelet gruna að yf­ir­völd í Venesúela notuðu FAES og aðrar ör­ygg­is­sveit­ir til að vekja ótta hjá íbú­um og viðhalda þannig stjórn sinni.

Christian Charris, einka­son­ur Car­men Arroyo, var myrt­ur í sept­em­ber í fyrra.

„Stjórn­völd vita að þau eru ekki vin­sæl í fá­tæk­ari hverf­un­um og þess vegna senda þau þessa leigu­morðingja þangað inn til að tryggja að eng­inn rísi upp til að mót­mæla broti á rétt­ind­um okk­ar,“ seg­ir hún.

Maduro hef­ur sakað Bachelet um lyg­ar í skýrslu sinni og hef­ur hvatt Venesúela­búa til að styðja FAES.

Sam­kvæmt op­in­ber­um upp­lýs­ing­um lét­ust alls 17.849 manns í at­vik­um þar sem kom til „and­spyrnu gegn yf­ir­völd­um“. Að mati Bachelet má rekja þessi dauðsföll til ör­ygg­is­sveita og tel­ur hún í mörg­um til­fell­um um að ræða af­tök­ur án dóms og laga.

Svart­klædd­ir með hauskúpu á erm­inni 

Ímynd FAES er ætlað að vekja ótta hjá íbú­um, en liðsmenn sveit­anna klæðast svört­um göll­um, með hauskúpu saumaða út í erm­arn­ar og dylja oft and­lit sín.

Ekk­ert er vitað um það hvar sér­sveit­ar­menn­irn­ir eru ráðnir til starfa, né held­ur hversu marg­ir þeir eru.

AFP hef­ur eft­ir vitn­um að þeir eigi það til að stilla upp lík­um fórn­ar­lamba sinna „sem for­dæm­um“

Banda­rísk yf­ir­völd hafa skaða yf­ir­mann deild­ar­inn­ar Rafa­el Bast­ar­do um mann­rétt­inda­brot og hafa gert hon­um að sæta refsiaðgerðum.

Christian Charris, einkasonur Carmen Arroyo, var myrtur í september í …
Christian Charris, einka­son­ur Car­men Arroyo, var myrt­ur í sept­em­ber í fyrra. AFP

Krúp­andi á hnján­um með bundið fyr­ir augu

Í kirkju­g­arðinum í Caracas syrg­ir Ruth Perez 21 árs gaml­an frænda sinn Jo­and­er sem hún seg­ir FAES hafa myrt nokkr­um dög­um áður. Gröf hans er við hlið mágs henn­ar Wuil­kerm­an Ruiz sem vitni segja hann hafa far­ist í sömu aðgerðum sér­sveita í einu af stærstu fá­tækra­hverf­um Caracas.

Ná­grann­ar segj­ast hafa séð Johand­er krjúp­andi á hnján­um með bundið fyr­ir augu. Þeim var því næst gert að snúa heim. Þeir heyrðu svo byssu­skot og fjöl­skylda Johand­ers fann lík hans á göt­unni.

Ætt­ingj­ar hans segja FAES hafa ásakað Johand­er um þjófnað. Perez hafði áður en þetta gerðist misst Jesse bróður sinn í júlí í fyrra og frænda sinn Yondr­is í ág­úst á þessu ári. Hún seg­ir þá báða líka hafa fallið fyr­ir hendi sér­sveit­ar­manna.

Li­li­ana Ortega, stofn­andi Cofa­vic, seg­ir ekki vera refsað fyr­ir 98% dauðsfalla sem eigna megi FAES-liðum af því að rann­sókn­irn­ar kom­ist aldrei af frum­stigi.

Að sögn sak­sókn­ara hafa 695 liðsmenn sér­sveita í land­inu verið ákærðir fyr­ir morð, pynt­ing­ar, ólög­leg­ar hand­tök­ur og ólög­leg­ar hús­leit­ir frá því árið 2017. Af þeim hafa 109 verið fundn­ir sek­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert