Tveir telja sig þingforseta

Luis Perra er annar þeirra sem hefur lýst sig þingforseta …
Luis Perra er annar þeirra sem hefur lýst sig þingforseta Venesúela. AFP

Tveir þing­menn Venesúela hafa lýst sig for­seta þings lands­ins eft­ir róstu­sam­an dag í stjórn­mál­um lands­ins í gær, sunnu­dag. 

Þeir sem telja sig vera þing­for­seta eru Juan Guaidó, þing­for­seti og yf­ir­lýst­ur for­seti lands­ins með stuðningi Banda­ríkja­stjórn­ar, og stjórn­mála­and­stæðing­ur hans, Luis Parra.

Kosið var um nýj­an þing­for­seta í gær og sótt­ist Guaido eft­ir end­ur­kjöri. Hann seg­ir hins veg­ar að venesú­elska lög­regl­an hafi meinað hon­um inn­göngu í þing­húsið. Sam­kvæmt BBC sýna ljós­mynd­ir hvernig Guaido reyndi að klifra yfir járn­g­irðingu til að kom­ast inn í þing­húsið.

Juan Guaidó reynir að klífa járngrindverk til að komast í …
Juan Guaidó reyn­ir að klífa járn­grind­verk til að kom­ast í þing­húsið. AFP

Guaido var for­seti þings­ins þegar hann vé­fengdi end­ur­kjör Nicolas Maduro og lýsti sig starf­andi for­seta lands­ins í janú­ar á síðasta ári. Hann naut fljót­lega stuðnings hátt í 60 landa, þeirra á meðal Banda­ríkj­anna og Bret­lands. 

Guaido hef­ur hins veg­ar átt und­ir högg að sækja vegna þess hve illa geng­ur að hrekja Maduro úr for­seta­stóli og hef­ur hann átt í fullu fangi með að halda sam­stöðu inn­an stjórn­ar­and­stöðunn­ar. Maduro sit­ur sem fast­ast þrátt fyr­ir alþjóðleg­an þrýst­ing, en hann á það tryggð venesú­elska hers­ins að þakka.

Maduro var fljót­ur að styðja til­kall Perra til þing­for­seta­sæt­is og hafa venesú­elsk­ar sjón­varps­stöðvar til­kynnt Perra sem nýj­an for­seta, en Banda­rík­in, Evr­ópu­sam­bandið og nokk­ur ná­granna­ríki Venesúela í Suður-Am­er­íku hafa for­dæmt fram­kvæmd þing­for­seta­kosn­ing­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert