Trump hneykslaður á valinu

00:00
00:00

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, hafði banda­rísku kvik­mynda­aka­demí­una að háði og spotti í gær­kvöldi fyr­ir að hafa veitt suðurkór­esku kvik­mynd­inni Paras­ite (Sníkju­dýr­un­um) helstu verðlaun hátíðar­inn­ar.

Á kosn­inga­fundi í Col­orado sagðist hann velta fyr­ir sér hversu lé­leg Óskar­sverðlauna­hátíðin hafi verið í ár þar sem mynd­in sem þótti best hafi verið út­lend.

„Sig­ur­veg­ar­inn er mynd frá Suður-Kór­eu. Hvað í fjand­an­um snýst þetta eig­in­lega um? Við eig­um í næg­um vand­ræðum með Suður-Kór­eu, vöru­skipt­in og því þá til viðbót­ar að veita þeim verðlaun fyr­ir bestu mynd árs­ins? Var hún svo góð?“

Trump bætti síðan við: „Fáum Á hverf­anda hveli aft­ur. Get­um við fengið Á hverf­anda hveli aft­ur takk fyr­ir? Það var mynd­in sem var val­in besta mynd­in árið 1940. Fyr­ir 80 árum. Sun­set Bou­lev­ard. Svo marg­ar stór­kost­leg­ar mynd­ir,“ sagði Trump á fund­in­um. 

Síðan lék Trump hlut­verk kynn­is­ins á Óskar­sverðlauna­hátíðinni fyr­ir kjós­end­ur. „Sig­ur­veg­ar­inn er frá Suður-Kór­eu,“ sagði hann á fund­in­um og bætti við: Ég hélt að það væri besta er­lenda mynd­in, ekki satt?, Besta er­lenda mynd­in. Nei. Hef­ur þetta gerst ein­hvern tíma áður?“

Dreif­ing­araðili Paras­ite, Neon, setti inn færslu á Twitter í kjöl­far um­mæla Trump. „Skilj­an­legt, hann er ólæs. 

Bong Joon-ho  hreppti fern verðlaun fyr­ir kvik­mynd sína Paras­ite eða Sníkju­dýr. Hlaut hann verðlaun fyr­ir bestu leik­stjórn, bestu kvik­mynd sem og bestu er­lendu kvik­mynd og besta frum­samda hand­rit en það skrifaði hann með Han Jin Won. Kom mörg­um Óskars­spá­mann­in­um á óvart að Paras­ite yrði fyr­ir val­inu sem besta kvik­mynd­in því hún er ekki með ensku tali en all­ar sig­ur­mynd­ir frá upp­hafi í þess­um aðal­flokki Óskars­ins, flokki bestu kvik­mynd­ar, hafa verið á ensku. Franska kvik­mynd­in The Art­ist hlaut að vísu verðlaun­in árið 2012 en hún var án tals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert