Rétta yfir bandarískum „málaliðum“

Nicolas Maduro með vegabréf mannanna.
Nicolas Maduro með vegabréf mannanna. AFP

Dóm­svöld í Venesúela munu rétta yfir tveim­ur Banda­ríkja­mönn­um sem voru hand­tekn­ir, sakaðir um að meinta til­raun til vald­aráns. Nicolas Maduro, for­seti Venesúela, greindi frá þessu.

Banda­ríkja­menn hafa heitið því að „leita allra mögu­legra leiða“ til að fá þá flutta heim.

Venesúela til­kynnti á mánu­dag­inn að tveir fyrr­ver­andi sér­sveit­ar­menn frá Banda­ríkj­un­um hefðu verið hand­tekn­ir grunaðir um að hafa ætlað að steypa Maduro af stóli og banda­rísk stjórn­völd hefðu staðið á bak við þetta.

„Þeir eru fang­ar, þeir játuðu, þeir voru gripn­ir glóðvolg­ir og rík­is­sak­sókn­ari mun dæma í máli þeirra í dóm­stóli í Venesúela. Allt verður þetta fram­kvæmt með eðli­leg­um og sann­gjörn­um hætti,“ sagði Maduro.

Vegabréf Luke Deman sem var birt í myndbandinu.
Vega­bréf Luke Dem­an sem var birt í mynd­band­inu. AFP

Hann sagði að Banda­ríkja­menn­irn­ir, Lude Denman og Air­an Berry, fengju „góða meðhöndl­un og að virðing væri bor­in fyr­ir þeim“.

Maduro sýndi vega­bréf Denman, 34 ára, og Berry, 41 árs, í rík­is­sjón­varpi lands­ins. Banda­ríski her­inn hef­ur staðfest að þeir séu fyrr­ver­andi meðlim­ir í sér­sveit­inni og hefðu starfað í Írak.

Madouro sýndi einnig mynd­band þar sem Denman ját­ar að hafa verið ráðinn í verkið og að fyrsta verk­efnið hafi verið að ná stjórn á alþjóðaflug­vell­in­um í Caracas.

Talstöðvar, klæðnaður og fleira sem lagt var hald á.
Tal­stöðvar, klæðnaður og fleira sem lagt var hald á. AFP

Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir að stjón­völd muni „leita allra leiða sem við höf­um til að ná þeim aft­ur“.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur neitað aðild rík­is­stjórn­ar­inn­ar að mál­inu. Rúss­ar, nán­ir banda­menn Maduro, gagn­rýndu Trump á miðviku­dag­inn og sögðu um­mæli hans „ósann­fær­andi“.

Tarek William Saab, rík­is­sak­sókn­ari í Venesúela, sagði á mánu­dag­inn að stjórn­ar­and­stöðuleiðtog­inn Juan Guaido, sem nýt­ur stuðnings Banda­ríkj­anna og yfir 50 annarra landa, hefði skrifað und­ir 212 millj­ón doll­ara samn­ing við málaliða í tengsl­um við meintu til­raun­ina til vald­aráns­ins.

Mike Pompeo.
Mike Pom­peo. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert