Hjónabönd samkynhneigðra heimiluð í Kosta Ríka

00:00
00:00

Kosta Ríka varð í dag fyrsta ríkið í Mið-Am­er­íku sem heim­il­ar hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra. Fátt var um fagnaðarlæti á göt­um úti vegna kór­ónu­veirunn­ar en sér­stök dag­skrá var um rétt­indi hinseg­in fólks í rík­is­sjón­varpi lands­ins og fyrsta brúðkaup fólks af sama kyni var haldið á net­inu.

For­seti Kosta Ríka, Car­los Al­vara­do, sagði í sjón­varpsþætt­in­um að þessi breyt­ing á lög­um muni hafa gríðarleg áhrif, bæði sam­fé­lags­leg sem og menn­ing­ar­leg og gefa þúsund­um færi á að ganga í hjóna­band. 

Kosta Ríka er átt­unda ríkið í Am­er­íku sem viður­kenn­ir hjóna­bönd fólks af sama kyni. Meðal annarra ríkja eru Arg­entína, Banda­rík­in, Bras­il­ía, Ekvador og Kan­ada.  

Árið 2018 komst hæstirétt­ur lands­ins að þeirri niður­stöðu að lög sem bönnuðu hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra brytu gegn stjórn­ar­skrá lands­ins. Hæstirétt­ur veitti þing­inu 18 mánuði til þess að gera brag­ar­bót á en þar sem þing­menn gerðu það ekki var fyrri laga­grein var felld úr gildi. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert