Saksóknarar telja Madeleine látna

Madeleine McCann var þriggja ára er hún hvarf af hóteli …
Madeleine McCann var þriggja ára er hún hvarf af hóteli í Portúgal.

Þýsk­ur fangi sem grunaður er um að hafa komið ná­lægt hvarfi Madeleine McCann árið 2007 ligg­ur und­ir grun um að hafa myrt McCann, en þýsk­ir sak­sókn­ar­ar telja næsta víst að hún sé lát­in.

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un BBC, en Þjóðverj­inn hef­ur verið nafn­greind­ur í þýsk­um miðlum sem Christian B. Hann sit­ur í fang­elsi vegna ým­issa brota, meðal ann­ars kyn­ferðis­brota gegn ung­um stúlk­um. 

Talið er að maður­inn hafi verið á svæðinu þar sem hin þriggja ára gamla Madeleine sást síðast í fríi með fjöl­skyldu sinni í Portúgal árið 2007, en hann hélt reglu­lega til í Al­gar­ve á ár­un­um 1995 og 2007. Lög­regl­an ósk­ar nú eft­ir aðstoð al­menn­ings við að leysa málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert