Fjölmargar ábendingar um hvarf Madeleine

Fangelsið í Kíel þar sem Christian B. afplánar.
Fangelsið í Kíel þar sem Christian B. afplánar. AFP

Bresku lög­regl­unni hafa borist 270 sím­töl og tölvu­póst­ar varðandi hvarf Madeleine McCann eft­ir að hún biðlaði til al­menn­ings um að hafa sam­band ef fólk byggi yfir upp­lýs­ing­um tengd­um hvarfi stúlk­unn­ar.

Yf­ir­maður Scot­land Yard, Mark Cr­anwell, seg­ir í sam­tali við Sky lög­regl­una þakk­láta yfir viðbrögðum al­menn­ings og að unnið sé að for­gangs­röðun þeirra ábend­inga sem hafa borist.

Á miðviku­dags­kvöldið voru birt­ar upp­lýs­ing­ar um þýsk­an fanga,Christian B, sem er grunaður um að hafa átt aðild að hvarfiMa­deleine íAl­gar­ve í Portúgal þar sem hún var í leyfi með fjöl­skyldu sinni í maí 2007.

Bifreiðin sem Þjóðverjinn var á í Algarve þegar Madeleine McCann …
Bif­reiðin sem Þjóðverj­inn var á í Al­gar­ve þegar Madeleine McCann hvarf. AFP

Fram hef­ur komið að Þjóðverj­inn, sem er 43 ára gam­all, hafi sagt öðrum manni þar sem þeir sátu á bar að hann hafi átt aðild að hvarfi Madeleine. Eins hafi hann sýnt fé­laga sín­um mynd­skeið af sér þar sem hann nauðgar 72 ára gam­alli konu í Al­gar­ve árið 2005.

Í des­em­ber var hann dæmd­ur fyr­ir þá árás og fékk hann sjö ára fang­els­is­dóm sem hann afplán­ar í Þýskalandi. Hann hef­ur áður verið dæmd­ur fyr­ir barn­aníð að því er fram kem­ur í frétt­um fjöl­miðla í gær.

Þýsk­ir sak­sókn­ar­ar telja að Madeleine sé lát­in og að sögn lög­reglu er hvarf henn­ar þar í landi rann­sakað sem morðrann­sókn. Aft­ur á móti lít­ur breska lög­regl­an enn á málið sem manns­hvarf þar sem eng­ar ör­ugg­ar sann­an­ir hafa komið fram um hvort hún er á lífi eða lát­in.

Sak­sókn­ari íBraunschweig, HansChristianWolters, seg­ir aðChristian B sé kyn­ferðis­glæpa­maður sem hafi þegar verið dæmd­ur fyr­ir glæpi gegn litl­um stúlk­um og hann afpláni nú lang­an dóm.Wolters seg­ir aðChristian B hafi dvalið reglu­lega íAl­gar­ve-héraði frá 1995 til 2007 og að mestu fram­fleytt sér með glæp­um, svo sem inn­brot­um á hót­el­um og íbúðum. Þýska lög­regl­an seg­ist ekki telja að morðið hafi verið skipu­lagt fyr­ir­fram.

Madeleine McCann hvarf 3. maí 2007 og hefur ekkert spurst …
Madeleine McCann hvarf 3. maí 2007 og hef­ur ekk­ert spurst til henn­ar síðan. AFP

Clarence Mitchell, talsmaður for­eldra Madeleine, Kate og Gerry, segja í viðtali við Sky News að miðað við allt það sem lög­regla hafi sagt og gert þá virðist þetta vera það merki­leg­asta sem komið hafi fram síðustu 13 árin af hálfu lög­regl­unn­ar. For­eldr­ar Madeleine séu enn vongóð um að dótt­ir þeirra finn­ist á lífi en þau séu raun­sæ. Þau vilji ein­fald­lega vita hvað gerðist fyr­ir dótt­ur þeirra.

Sam­kvæmt frétt Sky var Christian B. á bar í Þýskalandi ásamt fé­laga sín­um þegar frétt var sýnd í sjón­varp­inu um hvarf Madeleine. Sagðist hann hafa átt aðild að hvarf­inu og hafði fé­lagi hans sam­band við lög­reglu og lét vita af um­mæl­um Christ­in­ans. Þetta var þegar 10 ár voru liðin frá hvarfi stúlk­unn­ar. Á þeim tíma var hann þegar í fang­elsi grunaður um barn­aníð. 

Frétt Sky News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert