Gæti tengst hvarfi annarrar stúlku

Húsið þar sem Þjóðverjinn bjó, skammt frá Lagos í Portúgal, …
Húsið þar sem Þjóðverjinn bjó, skammt frá Lagos í Portúgal, þegar Madeleine hvarf árið 2007. AFP

Þýsk­ir sak­sókn­ar­ar rann­saka hvort maður sem er grunaður um morðið á bresku stúlk­unni Madeleine McCann teng­ist einnig hvarfi annarr­ar stúlku í Þýskalandi.

Fyrr í vik­unni greindi þýska lög­regl­an frá rann­sókn sinni á 43 ára Þjóðverja, sem hef­ur margoft kom­ist í kast við lög­in, vegna hvarfs hinn­ar þriggja ára „Maddie“ á sum­ar­leyf­isstaðnum Praia da Luz í Portúgal árið 2007.

Maður­inn, sem þýsk­ir fjöl­miðlar kalla Christian B., hef­ur áður verið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferðis­brot, þar á meðal barn­aníð og nauðgun. BBC hef­ur birt mynd af hon­um. 

Skilaboð þar sem blaðamenn eru beðnir um að fara ekki …
Skila­boð þar sem blaðamenn eru beðnir um að fara ekki inn í húsið þar sem Þjóðverj­inn bjó. AFP

Sak­sókn­ar­ar kanna nú hvort hann teng­ist hvarfi fimm ára stúlku, Ingu, frá bæn­um Schoene­beck í Saxony-An­halt árið 2015. Inga hvarf spor­laust er hún var stödd í ferðalagi í skóg­lendi með fjöl­skyldu sinni. 

Að sögn dag­blaðsins Mag­deburger Volks­stimme átti maður­inn eign í rík­inu og var stadd­ur á svæðinu á svipuðum tíma og stúlk­an hvarf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert