Bandaríkjamenn líklega áfram útilokaðir frá ESB

Til stendur að opna landamæri Evrópusambandsins að einhverju leyti 1. …
Til stendur að opna landamæri Evrópusambandsins að einhverju leyti 1. júlí. AFP

Til skoðunar er hjá stofn­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins að heim­ila Banda­ríkja­mönn­um, og íbú­um annarra ríkja sem ekki þykja hafa náð tök­um á kór­ónu­veirufar­aldr­in­um, ekki að ferðast til Evr­ópu­sam­bands­ins er ytri landa­mæri þess verða opnuð að nýju 1. júlí.

Ytri landa­mær­in hafa verið lokuð frá því um miðjan mars og hef­ur frá þeim tíma verið óheim­ilt að ferðast til Evr­ópu­sam­bands- og Schengen-ríkja, þ.m.t. Íslands, frá öðrum lönd­um.  

Í drög­um að nýj­um regl­um, sem NY Times hef­ur und­ir hönd­um, eru Banda­rík­in á lista ásamt Rússlandi og Bras­il­íu yfir þau ríki sem ekki telst ör­uggt að opna á ferðalög frá.

Óvíst er hver áhrif regln­anna yrðu á ferðir til Íslands og annarra Schengen-ríkja sem ekki eru í ESB.

Marg­fald­ur mun­ur á fjölda nýrra til­fella

Á sama tíma og nýj­um til­fell­um kór­ónu­veiru hef­ur snar­fækkað í Evr­ópu, frá því er verst lét, hef­ur eng­inn sam­drátt­ur orðið að ráði í Banda­ríkj­un­um. Í gær greind­ust þar í landi 33.315 til­felli veirunn­ar, en flest voru ný til­felli 24. apríl eða 35.930. Alls hafa 2,3 millj­ón­ir greinst með veiruna krýndu í Banda­ríkj­un­um, og 120.000 látið lífið, meira en í nokkru öðru landi.

Bandaríkin lokuðu landamærum fyrir Evrópubúum 12. mars þegar miðja faraldursins …
Banda­rík­in lokuðu landa­mær­um fyr­ir Evr­ópu­bú­um 12. mars þegar miðja far­ald­urs­ins var í álf­unni.

Haft er eft­ir ónefnd­um heim­ild­ar­mönn­um inn­an stjórn­kerf­is Evr­ópu­sam­bands­ins að list­inn yfir ör­ugg ríki byggi á nokkr­um vís­inda­leg­um atriðum er varða stöðu kór­ónu­veirunn­ar í land­inu, svo sem fjölda nýrra til­fella á hverja 100.000 íbúa síðustu 14 daga. Í Banda­ríkj­un­um er þetta hlut­fall 107, í Bras­il­íu 190 og í Rússlandi 80 en til sam­an­b­urðar er hlut­fallið 16 í Evr­ópu­sam­band­inu.

Í grein NY Times seg­ir að til­lög­urn­ar séu áfell­is­dóm­ur yfir störf­um Banda­ríkja­for­seta, en jafn­framt að ljóst sé að ákvörðunin muni hafa mikl­ar efna­hags­leg­ar og stjórn­mála­leg­ar af­leiðing­ar enda heim­sækja millj­ón­ir Banda­ríkja­manna Evr­ópu ár hvert, einkum á sumr­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert