Leit í tengslum við hvarf Madeleine McCann

Fangelsið þar sem Christian Brueckner afplánar.
Fangelsið þar sem Christian Brueckner afplánar. AFP

Leit stend­ur yfir í garði í Hanno­ver í Þýskalandi og teng­ist leit­in hvarfi Madeleine McCann að sögn sak­sókn­ara. Um er að ræða garðland sem borg­ar­yf­ir­völd út­hluta íbú­um. Sam­kvæmt þýsk­um fjöl­miðlum er fjöl­mennt lög­reglulið að störf­um en garðlandið er skammt frá þeim stað þar sem Christian Brückner bjó á sín­um tíma. 

Brückner afplán­ar nú dóm í Þýskalandi en hann er grunaður um að hafa átt aðild að hvarfi Madeleine úr hótel­íbúð sem hún dvaldi í ásamt fjöl­skyldu sinni vorið 2007 í Portúgal. 

Lög­regla hef­ur einnig verið við leit í Lind­en-skurðinum að því er fram kem­ur á vefn­um Haz.de.

Ekki er langt síðan portú­galska lög­regl­an leitaði á stöðum skammt frá þeim stað þar sem Þjóðverj­inn Christian Brückner dvaldi í hús­bíl um skeið árið 2007. Meðal ann­ars leitaði lög­regl­an með aðstoð kafara í brunn­um á svæðinu.

Madeleine McCann hvarf í byrjun maí 2007.
Madeleine McCann hvarf í byrj­un maí 2007. AFP

Rann­sókn á hvarfi Madeleine hófst að nýju í júní þegar þýsk yf­ir­völd greindu frá því að Brückner væri grunaður um aðild að hvarf­inu. Fram hef­ur komið að Þjóðverj­inn, sem er 43 ára gam­all, hafi sagt öðrum manni þar sem þeir sátu á bar að hann hefði átt aðild að hvarfi Madeleine. Eins hefði hann sýnt fé­laga sín­um mynd­skeið af sér þar sem hann nauðgar 72 ára gam­alli konu í Al­gar­ve árið 2005.

Sak­sókn­ari í Brunswick, Ju­lia Meyer, staðfest­ir í sam­tali við AFP-frétta­stof­una að leit standi yfir í Hanno­ver í tengsl­um við rann­sókn á máli Maddie McCann. Hanno­versche All­gemeine Zeit­ung greindi fyrst frá leit lög­reglu.

Fyr­ir tveim­ur dög­um fjölluðu In­depend­ent og Sky um að fyrr­ver­andi kenn­ari hefði greint portú­gölsku lög­regl­unni frá því að hann hefði séð Madeleine í mat­vörumarkaði í Portúgal fyr­ir þrem­ur árum.

Að sögn henn­ar talaði Madeleine, sem er 17 ára ef hún er á lífi í dag, þýsku við aðra stúlku í mat­vörumarkaði skammt frá Al­bu­feira í Al­gar­ve-héraði. Það sem hefði fengið hana til að halda að þetta væri Madeleine hefði verið skarð í lit­himnu á hægra auga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert