Í sóttkví af leiðtogafundi ESB

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnari ESB, og Mette Frederiksen, …
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnari ESB, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Myndin er tekin fyrr í mánuðinum. AFP

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, yf­ir­gaf leiðtoga­fund sam­bands­ins í Brus­sel í dag eft­ir að hafa fengið upp­lýs­ing­ar um að starfsmaður á skrif­stofu henn­ar hefði greinst með kór­ónu­veiruna.

„Ég hef ný­lega fengið þær upp­lýs­ing­ar að starfsmaður á skrif­stof­unni minni hafi greinst með Covid-19 í morg­un. Ég fékk sjálf nei­kvæða niður­stöðu úr skimun, en til ör­ygg­is hef ég yf­ir­gefið leiðtoga­fund­inn og farið í ein­angr­un,“ sagði von der Leyen á Twitter.

Leiðtog­ar allra 27 Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna eru sam­an­komn­ir í Brus­sel til að und­ir­búa næstu lotu samn­ingaviðræðna við Breta um framtíðar­til­hög­un sam­starfs Evr­ópu­sam­bands­ins og Breta. Enn er þess freistað að reyna að ná viðskipta­samn­ingi áður en Bret­ar ganga úr innri markaði Evr­ópu­sam­bands­ins um ára­mót.

Leiðtogar allra Evrópusambandsríkja eru í Brussel.
Leiðtog­ar allra Evr­ópu­sam­bands­ríkja eru í Brus­sel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert