Tigrayum gefnir 72 tímar til að gefast upp

Margir Tigrayar hafa flúið heimkynni sín. Hér sjást tvær konur …
Margir Tigrayar hafa flúið heimkynni sín. Hér sjást tvær konur á heilbrigðisstofnun sem sett var á laggirnar til að hjúkra þeim sem flúið hafa. AFP

Abiy Ah­med, for­sæt­is­ráðherra Eþíóp­íu, hef­ur gefið leiðtog­um stjórn­ar­and­stæðinga úr hópi Tigraya í norður­hluta lands­ins 72 klukku­stund­ir til þess að gef­ast upp, ell­egar muni eþíópísk­ar her­sveit­ir hefja inn­rás í Mekele, höfuðstað Tigraya.

„Leiðang­ur ykk­ar í átt að eyðilegg­ingu er að enda kom­in og við hvetj­um ykk­ur ein­dregið til þess að gef­ast friðsam­lega upp inn­an 72 klukku­stunda,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Ah­med, sem beint var að leiðtog­um stjórn­ar­and­stæðinga.

Þjóðar­brot Tigraya í Eþíóp­íu hef­ur mátt þola árás­ir stjórn­valda und­an­farið vegna ásak­ana um að TPLF, stjórn­mála­flokk­ur Tigraya, reyni að grafa und­an stjórn­völd­um og for­sæt­is­ráðherr­an­um sjálf­um.

Þá er ekki langt síðan að yf­ir­maður í eþíópíska hern­um sakaði Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, fram­kvæmda­stjóra Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (WHO), um að liðsinna Tigray­um, en Ghebr­eyes­us er sjálf­ur af þjóðar­broti Tigraya. Hann brást ekki við ásök­un­un­um.

Um 109 millj­ón­ir manna búa í Eþíóp­íu, þar af eru tæp­lega 9 millj­ón­ir Tigray­ar, lang­flest­ir krist­inn­ar trú­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert