Bankamaður dæmdur til dauða

Lai Xiaomin fyrir rétti í dag.
Lai Xiaomin fyrir rétti í dag. AFP

Fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður stærsta eign­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is í eigu kín­verska rík­is­ins var dæmd­ur til dauða í dag fyr­ir að hafa þegið 260 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í mút­ur, fyr­ir spill­ingu og tví­kvæni.

Lai Xia­om­in, sem áður var fé­lagi í Komm­ún­ista­flokki Kína, játaði brot sín í sjón­varps­út­send­ingu fyr­ir ári. Meðan á út­send­ingu stóð voru birt­ar mynd­ir úr íbúð Lai í Pek­ing þar sem mátti sjá klefa og pen­inga­skápa yf­ir­fulla af pen­inga­seðlum.

Fram kom í máli dóm­ara í Tianj­in í dag að Lai hafi mis­notað stöðu sína til þess að þiggja gríðarlega háar fjár­hæðir í mút­ur. Lai var áður stjórn­ar­formaður China Huarong As­set Mana­gement Co, sem er skráð í kaup­höll­inni í Hong Kong. Hann var einnig fund­inn sek­ur um tví­kvæni þar sem hann bjó með ann­arri konu en eig­in­kon­unni líkt og þau væru í hjóna­bandi og átti börn með henni.

Rann­sókn­in á Lai hófst í apríl 2018 en hann var einnig dæmd­ur fyr­ir að hafa dregið sér fé úr op­in­ber­um sjóðum á ár­un­um 2009 til 2018.

Lai sagði þegar hann játaði brot sín í sjón­varpi að hann hefði ekki eytt krónu af fjár­hæðinni. Sýnd­ar voru mynd­ir af lúx­us­bif­reiðum og gull­stöng­um sem Lai hafði þegið í mút­ur í þætt­in­um. Niðurstaða dóms­ins í dag var sú að hald yrði lagt á all­ar per­sónu­leg­ar eig­ur Lai og hann svipt­ur öll­um rétt­ind­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert