Ofbeldið hófst í móðurkviði

AFP

Áralöng mis­notk­un og al­var­leg geðræn veik­indi valda því að mati lög­manna Lisu Mont­gomery að hún hafi aldrei verið sak­hæf og því hafi ekki átt að dæma hana til dauða líkt og gert var fyr­ir rúm­um 13 árum. Þeir segja að ástand henn­ar megi rekja allt aft­ur til þess þegar hún var í móðurkviði.

Faðir henn­ar seg­ir að móðir Lisu, Judy Shaug­hnessy, hafi drukkið ótæpi­lega alla meðgöng­una og dótt­ir þeirra hafi fæðst með áfeng­is­heil­kenni fóst­urs (fetal alcohol syndrome, FAS) sem er sam­heiti yfir meðfædd ein­kenni sem stafa af áhrif­um áfeng­is á fóst­ur og tengj­ast því áfeng­isneyslu móður á meðgöngu.

Ein­kenn­in eru meðal ann­ars vaxt­ar­skerðing, þroska­skerðing, hegðun­ar­vandi og út­lit­s­ein­kenni. Fjöl­marg­ar lækn­is­rann­sókn­ir sér­fræðinga staðfesta þessa grein­ingu á Mont­gomery.

Lög­fræðing­ar Lisu Mont­gomery hafa tekið um 450 viðtöl við fjöl­skyldu, vin­ir, starfs­menn fé­lagsþjón­ust­unn­ar, lækna og fleiri til að skoða bak­grunn henn­ar en Mont­gomery var dæmd til dauða fyr­ir hrotta­legt morð sem hún framdi árið 2004. Taka átti Mont­gomery af lífi í kvöld og þar með hefði hún orðið fyrsta kon­an í 68 ár sem er tek­in af lífi af banda­rísku al­rík­is­stjórn­inni. Dóm­ari stöðvaði á síðustu stundu af­tök­una í gær­kvöldi. Aðeins er um frest­un að ræða en verj­end­ur henn­ar hafa óskað eft­ir því við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta að hann sýni mis­kunn og hætt verði við af­tök­una.

Varað er við því að í grein­inni er fjallað um hrotta­legt of­beldi og þeim sem eru viðkvæm­ir ráðlagt að lesa ekki lengra.

Fjöl­miðlar víða um heim hafa fjallað um mál henn­ar und­an­farn­ar vik­ur enda vakti málið mikla at­hygli á sín­um tíma, ekki síst hversu hrotta­legt það var en Mont­gomery kyrkti unga konu, skar fóst­ur úr maga henn­ar og lét sem hún væri móðir barns­ins.

Ein þeirra sem hef­ur tjáð sig er Dia­ne Matt­ingly, syst­ir Lisu. Hún seg­ir að stund­um sé hún þakk­lát fyr­ir lífs­hlaup sitt en um leið full sekt­ar vegna þess að hún lif­ir til­tölu­lega eðli­legu lífi á meðan hálf­syst­ir henn­ar, Lisa Mont­gomery, bíður ör­laga sinna.

Önnur fékk að dafna á meðan hin visnaði 

Matt­ingly og Mont­gomery bjuggu á sama heim­ili þangað til Matt­ingly var átta ára en syst­ir henn­ar fjög­urra. Þetta var skelfi­legt heim­il­is­hald seg­ir hún í sam­tali við BBC. Heim­ili þar sem lík­am­legt, and­legt og kyn­ferðis­legt of­beldi var dag­legt brauð af hálfu Judy Shaug­hnessy og sam­býl­is­manna henn­ar. Matt­ingly var send í fóst­ur en Mont­gomery varð eft­ir í um­sjón móður sinn­ar. Þær syst­ur hitt­ust næst 34 árum síðar í rétt­ar­sal þar sem sú eldri fylgd­ist með er sak­sókn­ar­ar á veg­um banda­ríska rík­is­ins voru að reyna að sann­færa kviðdóm um mik­il­vægi þess að dæma Mont­gomery til dauða.

„Önnur syst­ir­in er tek­in af heim­il­inu og fer á ást­ríkt heim­ili þar sem hún var nærð og fékk tíma til að láta sár­in gróa,“ seg­ir Matt­ingly. „Hin syst­ir­in var áfram í þessu ástandi sem versnaði og versnaði. Að lok­um var búið að brjóta hana end­an­lega niður.“

Eitt af því sem lög­menn Lisu halda fram er að hún hafi verið orðin fár­veik á geði þegar hún framdi morðið. Und­ir þetta taka fjöl­marg­ir lög­menn, þar á meðal 41 fyrr­ver­andi og nú­ver­andi sak­sókn­ari sem og mannúðarsam­tök.

Mynd af Lisu Montgomery frá 20. desember 2004.
Mynd af Lisu Mont­gomery frá 20. des­em­ber 2004. AFP

Harm­leik­ur

Niðurstaða viðtala lög­fræðiteym­is henn­ar er að mis­notk­un, van­ræksla á heim­ili, van­ræksla sér­fræðinga, vímu­efna­vandi, ómeðhöndluð and­leg veik­indi og óhæf fjöl­skylda séu skýr­ing­ar á þess­ari ákvörðun Mont­gomery að taka líf annarr­ar mann­eskju.

„Saga henn­ar í heild er harm­leik­ur,“ seg­ir Kelly Henry, sem er einn af verj­end­um Lisu fyr­ir al­rík­inu. En eitt af því sem for­set­inn get­ur sagt við kon­ur sem hafa verið seld­ar man­sali og beitt­ar kyn­ferðis­legu of­beldi – þitt mál skipt­ir máli, seg­ir hún.

Ekk­ert hef­ur heyrst frá Trump varðandi beiðni lög­manna Lisu Mont­gomery en hann hef­ur hingað til ekki svarað kalli í mál­um sem þess­um.

Ný­leg könn­un Gallup leiðir í ljós að stuðning­ur við dauðarefs­ing­ar hef­ur ekki verið minni meðal Banda­ríkja­manna en samt sem áður telja 55% þeirra að það sé eðli­legt að taka fólk af lífi fyr­ir morð.

Vin­kona Bobbie Jo Stinn­ett, sem Mont­gomery myrti, tek­ur und­ir þetta og seg­ir að Bobbie eigi skilið að vera á lífi og að Lisa eigi skilið að greiða fyr­ir það sem hún gerði. Stinn­et var 23 ára göm­ul og nýgift þegar hún var drep­in af Lisu Mont­gomery. 

Naut þess að pynta

Matt­ingly og Mont­gomery voru ung­ar þegar Shaug­hnessy byrjaði að berja þær og beita þær alls kon­ar refs­ing­um. Svo sem að líma fyr­ir munn Mont­gomery eða henda Matt­ingly nak­inni út í snjó­inn. Eft­ir að blóðfaðir þeirra yf­ir­gaf heim­ilið og skildi þær eft­ir hjá móður Lisu en stjúp­móður Dia­ne voru þær oft­ar skild­ar eft­ir í um­sjón kær­asta Shaug­hnessy og að minnsta kosti einn þeirra hóf að nauðga Matt­ingly.

„Judy var stjórn­söm og – ég hata að nota þetta orð – ill­menni. Hún naut þess að pynta fólkið í kring­um sig,“ seg­ir Matt­ingly.

Eft­ir að fé­lags­mála­yf­ir­völd tóku Matt­ingly af heim­il­inu varð Lisa bráð nýja eig­in­manns móður­inn­ar. Sem sam­kvæmt vitn­is­b­urði barna hans, var of­beld­is­full­ur áfeng­is­sjúk­ling­ur sem byrjaði að beita Mont­gomery kyn­ferðis­legu of­beldi þegar hún var aðeins barn. Fjöl­skyld­an flutti ít­rekað en það var í hjól­hýsi, heim­ili þeirra, í Sperry, Okla­homa, þar sem barn­aníðið breytt­ist í eitt­hvað sem minnti meira á pynt­ing­ar að sögn lög­manna Lisu Mont­gomery.

Seldu aðgang að barn­inu

Sam­kvæmt því sem hálf­systkini henn­ar og aðrir segja sem tengd­ust fjöl­skyld­unni á þess­um tíma byggði stjúp­faðir henn­ar skýli við hjól­hýsið þar sem hann og fé­lag­ar hans nauðguðu Lisu og börðu. Móðir henn­ar fór að selja hana, svo sem til iðnaðarmanna eins og raf­virkja og pípu­lagn­ing­ar­manna, gegn því að þeir ynnu á heim­il­inu. Fengu þeir að beita barnið kyn­ferðis­legu of­beldi gegn vinnu.

Þegar Lisa Mont­gomery var á ung­lings­aldri greindi hún frænda sín­um frá því hvernig menn­irn­ir bundu handa, börðu og jafn­vel pissuðu yfir hana eft­ir að hafa lokið sér af. Frændi henn­ar, sem er í dag aðstoðarlög­reglu­stjóri, játaði fyr­ir lög­fræðing­um Mont­gomery að hann hefði ekki gert neitt. Í raun hafi hann bara keyrt hana heim í hend­urn­ar á níðing­un­um.

Kell­ey Henry seg­ir að eitt af því sem trufli hana mest er að full­orðnu fólki, sem starfaði hjá yf­ir­völd­um, var sagt hvað gengi á en það gerði ekki neitt til þess að bjarga barn­inu.

Þegar Shaug­hnessy skildi loks við eig­in­mann núm­er tvö báru þær Lisa vitni um kyn­ferðisof­beldið gagn­vart Lisu. Dóm­ar­inn gagn­rýndi móður Lisu fyr­ir að hafa ekki til­kynnt of­beldið en gerði ekk­ert til þess að til­kynna það sjálf­ur. „Það voru svo mörg tæki­færi sem gáf­ust til að grípa inn og af­stýra þessu sem gerðist,“ seg­ir Henry.

AFP

Gift­ist stjúp­bróður sín­um 

Þegar Mont­gomery var 18 ára göm­ul gift­ist hún stjúp­bróður sín­um. Þau eignuðust fjög­ur börn á fimm árum en sam­bandið forðaði Lisu ekki frá of­beld­inu því einn af bræðum henn­ar fann mynd­bands­spólu á heim­il­inu þar sem eig­inmaður Lisu sést nauðga henni og berja.

„Þetta var of­beld­is­fullt og minnti helst á senu úr hryll­ings­mynd,“ seg­ir hann í yf­ir­lýs­ingu. „Mér varð ómótt við að horfa á mynd­skeiðið. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera eða hvernig ég ætti að tala um þetta við syst­ur mína.“

Vin­ir og fjöl­skylda Lisu Mont­gomery fóru að taka eft­ir því að hún fór ít­rekað að hverfa inn í eig­in hug­ar­heim og hafði þetta slæm áhrif á börn henn­ar. Henry seg­ir að þarna hafi hún verið byrjuð að sýna merki um þau geðrænu veik­indi sem hún glím­ir við. Það eru geðhvörf, fjölþætta áfall­a­streitu, rof­inn per­sónu­leiki og heila­skemmd­ir vegna áverka.

Mont­gomery skildi að lok­um við eig­in­mann­inn og gekk að eiga Kevin Mont­gomery. Á þess­um tíma hélt hún því ít­rekað fram að hún væri þunguð þrátt fyr­ir að hafa farið í ófrjó­sem­isaðgerð eft­ir að hún fæddi fjórða barnið.

Ein af þeim kenn­ing­um sem lög­menn henn­ar hafa sett fram um hvers vegna hún framdi morð er sú að á þess­um tíma hafi Mont­gomery ótt­ast að fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar myndi koma upp um lyg­arn­ar um að hún væri ófrísk og nota það gegn henni en á þess­um tíma fór hann fram á fullt for­ræði yfir börn­um þeirra. Hún hafi á þess­um tíma verið orðin gjör­sam­lega raun­veru­leikafirrt.

Henry seg­ir að verj­end­ur Mont­gomery sem hún fékk skipaða eft­ir hand­tök­una og þá ákærð fyr­ir morð hafi gert lítið til þess að styðja við skjól­stæðing sinn. Meðal ann­ars rétt minnst á of­beldið sem hún hafði verið beitt, sál­ræn áföll og and­leg veik­indi.

Lög­menn henn­ar reyndu jafn­vel að halda því fram að bróðir Lisu hefði framið morðið þrátt fyr­ir að vera með fjar­vist­ar­sönn­un. Ekki var tekið mark á því en Henry seg­ist telja að það hafi haft áhrif á trú­verðug­leika Mont­gomery.

Það tók kviðdóm fimm klukku­stund­ir að dæma hana seka og dag­inn eft­ir var Lisa Mont­gomery dæmd til dauða, þrem­ur árum eft­ir að Lisa Mont­gomery og Bobbie Jo Stinn­ett kynnt­ust á net­inu vegna sam­eig­in­legr­ar ást­ar á hund­um.

Þær höfðu spjallað sam­an vik­um sam­an á hundasíðu og þar sagði Mont­gomery Stinn­ett að hún væri einnig þunguð og í kjöl­farið fóru þær að skipt­ast á meðgöngu­sög­um. Í des­em­ber 2004 ók Mont­gomery 281,5 km, frá heim­ili sínu í Kans­as til smá­bæj­ar­ins Skidmore þar sem Stinn­ett bjó. Þar ætlaði Mont­gomery að skoða hvolpa í eigu Stinn­ett.

Stinn­ett átti von á konu sem hét Dar­lene Fischer en Fischer var nafnið sem Mont­gomery hafði notað á net­inu þegar hún spjallaði við Stinn­ett. Þegar Stinn­ett opnaði úti­dyra­h­urðina réðst Mont­gomery á hana, kyrkti með reipi og skar barnið út úr kvið henn­ar og skildi Stinn­ett eft­ir í blóði sínu.

Rann­sak­end­ur komust fljótt að því að Dar­lene Fischer var ekki til og næsta dag fundu þeir Mont­gomery í gegn­um tölvu­póst­ana og vist­fang tölvu henn­ar. Þegar þeir komu heim til henn­ar var Lisa með ný­fædda stúlku í fang­inu sem hún sagðist hafa fætt dag­inn áður. En það tók stutt­an tíma að hrekja allt það sem Lisa sagði sem játaði á sig morðið fljót­lega.

Taka átti Lisu Montgomery af lífi í alríkisfangelsinu í kvöld.
Taka átti Lisu Mont­gomery af lífi í al­rík­is­fang­els­inu í kvöld. AFP

Frá ár­inu 2008 hef­ur Mont­gomery afplánað í al­rík­is­fang­elsi í Texas fyr­ir kon­ur með sér­stak­ar þarf­ir og þar hef­ur hún fengið aðstoð geðlækna og sál­fræðinga. Frá því dag­setn­ing af­tök­unn­ar var ákveðin hef­ur hún verið á sér­stakri sjálfs­vígs­vakt í ein­angr­un­ar­klefa. Til stóð að taka hana af lífi í Ter­re Haute-al­rík­is­fang­els­inu í Indi­ana í kvöld með ban­vænni sprautu en fang­elsið er eina al­rík­is­fang­elsi Banda­ríkj­anna með af­töku­klefa sem er enn í notk­un.

Á fimmtu­dag stend­ur síðan til að taka Cor­ey John­son af lífi í sama fang­elsi og Dust­in Higgs á föstu­dag. Þeir eru báðir smitaðir af Covid-19 en það hef­ur ekki orðið til þess að af­tök­un­um hafi verið frestað. Yfir 400 fang­ar í Ter­re Haute smituðst af kór­ónu­veirunni eft­ir síðustu af­tök­una í fang­els­inu. Þann 19. nóv­em­ber var Or­lando Hall tek­inn þar af lífi en yf­ir­leitt mæta 50-125 manns í tengsl­um við af­tök­ur og vænt­an­lega hef­ur ein­hver þeirra borið smit inn í fang­elsið.

BBC
Pro Pu­blica
New York Times
Washingt­on Post
AP
Guar­di­an
Elle

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka