Lisa Montgomery tekin af lífi

AFP

Lisa Mont­gomery, eina kon­an sem var á dauðadeild banda­ríska al­rík­is­ins, var tek­in af lífi í morg­un í al­rík­is­fang­els­inu í Ter­re Hauteí Indi­ana. Hún er fyrsta kon­an sem tek­in er af lífi af al­rík­is­stjórn­inni í tæp 70 ár.

Af­tök­unni var frestað í tvígang, fyrst vegna Covid-19 og síðan af dóm­ara á mánu­dags­kvöldið en úr­sk­urður Hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna í gær­kvöldi um að af­tak­an mætti fara fram varð til þess að af­tak­an fór fram í nótt. 

Mál Mont­gomery hef­ur vakið heims­at­hygli ekki síst vegna þess að lög­menn henn­ar sögðu að hún hefði verið veik á geði þegar hún framdi morðið árið 2004. 

Að sögn vitna við af­tök­una fjar­lægði kon­an, sem var við hlið Mont­gomery þegar af­tak­an fór fram, grímu fang­ans og spurði hvort hún vildi segja eitt­hvað að lok­um. Svar Mont­gomery var ein­falt „nei“ og tjáði hún sig ekk­ert frek­ar.

Lisa Mont­gomery var úr­sk­urðuð lát­in klukk­an 01:31 að staðar­tíma eða klukk­an 06:31 að ís­lensk­um tíma. Hún var 52 ára er hún lést.

Lögmaður Mont­gomery, Kell­ey Henry, seg­ir að all­ir þeir sem tóku þátt í af­tök­unni eigi að skamm­ast sín. „Rík­is­stjórn­in gerði ekk­ert til þess að stöðva dráp á skemmdri og veru­leikafirrtri konu. Af­taka Lisu Mont­gomery er órétt­lát.“

Lisa Mont­gomery myrti Bobbie Jo Stinn­ett á hrotta­leg­an hátt í des­em­ber 2004. Stinn­ett var 23 ára göm­ul, nýgift og gekk með sitt fyrsta barn. Þær kynnt­ust í gegn­um hunda­spjall á net­inu. Mont­gomery sagði Stinn­ett að hún væri einnig þunguð og í kjöl­farið fóru þær að skipt­ast á meðgöngu­sög­um. Mont­gomery ók 281,5 km, frá heim­ili sínu í Kans­as til smá­bæj­ar­ins Skidmore þar sem Stinn­ett bjó. Þar ætlaði Mont­gomery að skoða hvolpa í eigu Stinn­ett.

Stinn­ett átti von á konu sem hét Dar­lene Fischer en Fischer var nafnið sem Mont­gomery hafði notað á net­inu þegar hún spjallaði við Stinn­ett. Þegar Stinn­ett opnaði úti­dyra­h­urðina réðst Mont­gomery á hana, kyrkti með reipi og skar barnið út úr kvið henn­ar og skildi Stinn­ett eft­ir í blóði sínu.

Rann­sak­end­ur komust fljótt að því að Dar­lene Fischer var ekki til og næsta dag fundu þeir Mont­gomery í gegn­um tölvu­póst­ana og vist­fang tölvu henn­ar. Þegar þeir komu heim til henn­ar var Lisa með ný­fædda stúlku í fang­inu sem hún sagðist hafa fætt dag­inn áður. Stutt­an tíma tók að hrekja allt það sem Lisa sagði sem játaði á sig morðið fljót­lega.

Stjórn­völd þrýstu á um af­tök­una

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá dóms­málaráðuneyt­inu var af­tak­an í sam­ræmi við dóm al­rík­is­dóm­ara en Hæstirétt­ur hafði aðeins stuttu áður heim­ilað af­tök­una þrátt fyr­ir efa­semd­ir um geðheilsu fang­ans. Kom úr­sk­urður Hæsta­rétt­ar í kjöl­far þrýst­ings frá rík­is­stjórn Don­alds Trumps um að af­tak­an færi fram. 67 ár eru síðan al­ríkið tók konu síðast af lífi og út­lit fyr­ir að það verði ekki gert næstu árin þar sem Joe Biden, sem tek­ur við embætti for­seta Banda­ríkj­anna eft­ir viku, er ein­dreg­inn and­stæðing­ur dauðarefs­inga. 

Kell­ey Henry seg­ir ákvörðun stjórn­valda grimmi­lega, ólög­lega og óþarfa æf­ing­ar yf­ir­valda til þess að sýna vald sitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert