Sá tólfti tekinn af lífi

Corey Johnson.
Corey Johnson. Af vef deathpenaltyinfo.org

Cor­ey John­son var tek­inn af lífi af banda­rísku al­rík­is­stjórn­inni í Ter­re Haute al­rík­is­fang­els­inu í Indi­ana í nótt. Seint í kvöld verður Dust­in Higgs tek­inn af lífi í sama fang­elsi af al­rík­is­stjórn­inni. Þeir eru þeir síðustu sem al­rík­is­stjórn­in læt­ur taka af lífi áður en Don­ald Trump fer frá völd­um sem for­seti Banda­ríkj­anna. 

Bæði John­son og Higgs greind­ust með Covid-19 í síðasta mánuði líkt og 20 aðrir fang­ar í Ter­re Haute fang­els­inu. Óskað var eft­ir því að af­tök­un­um yrði frestað vegna þess hversu veik­b­urða lungu þeirra eru vegna veik­ind­anna og talið að af­tökuaðferðin, að dæla í þá lyfj­um, yrði svo kvala­full­ að hún stæðist ekki ákvæði stjórn­ar­skrár. Ekki var fall­ist á það af hálfu hæsta­rétt­ar. 

Terre Haute alríkisfangelsið í Indiana.
Ter­re Haute al­rík­is­fang­elsið í Indi­ana. AFP

Cor­ey John­son var fé­lagi í glæpa­sam­tök­um sem áttu aðild að tíu morðum í Virg­ina árið 1992. Hann var dæmd­ur til dauða fyr­ir aðild að sjö þeirra. John­son var 52 ára er hann lést klukk­an 23:34 að staðar­tíma, klukk­an 4:34 að ís­lensk­um tíma.

Hann beindi orðum sín­um til fjöl­skyldna fórn­ar­lamba sinna og sagðist hafa átt að biðjast fyr­ir­gefn­ing­ar fyrr. Hann hafi aft­ur á móti ekki vitað hvernig hann ætti að gera það. Hann hafi alltaf leitað að auðveld­ustu leiðinni og fyr­ir­mynd­irn­ar hafi verið af þeim toga. „Ég var blind­ur og heimsk­ur,“ og bæt­ir við í yf­ir­lýs­ingu sem verj­end­ur hans birtu: „Ég er ekki sami maður og ég var.“

Í kvöld stend­ur til að taka Higgs af lífi en hann er 48 ára gam­all. Hann var dæmd­ur fyr­ir að hafa rænt og drepið þrjár ung­ar kon­ur skammt frá Washingt­on árið 1996.  

Á þriðju­dag frestaði dóm­ari af­tök­um þeirra um nokkr­ar vik­ur þar sem lungu þeirra hefðu ekki jafnað sig eft­ir Covid-19 og inn­spýt­ing pentobarbital geti valdið svo mikl­um kvöl­um að það bryti gegn stjórn­ar­skrá lands­ins. Lyfið er af flokki barbitura­te lyfja sem slæva miðtauga­kerfið. Lyfið get­ur haft slævandi áhrif en í stór­um skömmt­um er það ban­vænt.

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll sneri við ákvörðun dóms­ins á miðviku­dag og hæstirétt­ur úr­sk­urðaði í gær­kvöldi að af­tak­an á John­son mætti fara fram.

Verj­end­ur John­son gagn­rýndu hæsta­rétt og al­rík­is­stjórn­ina harka­lega en mikl­ar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á skip­an dóm­stóls­ins í valdatíð Trumps. Nú eru sex íhalds­sam­ir dóm­ar­ar af níu í hæsta­rétti og hafa þeir heim­ilað í öll­um til­vik­um sem þess hef­ur verið óskað að fang­ar verði tekn­ir af lífi á veg­um al­rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Frá því í júlí hef­ur stjórn Trumps tekið tólf fanga af lífi eft­ir 17 ára hlé frá af­tök­um á veg­um al­rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Higgs verður sá 13. Meðal þeirra er Lisa Mont­gomery sem var tek­in af lífi á þriðju­dag. Hún var fyrsta kon­an sem var tek­in af lífi af al­rík­is­stjórn­inni í tæp 68 ár. 

„Faðir minn hefði orðið 92 ára á föstu­dag. Ekk­ert get­ur varvirt arf­leið hans jafn mikið og ef þess­ar af­tök­ur ná fram að ganga,“ skrif­ar Mart­in Lut­her King III, son­ur mann­rétt­inda­leiðtog­ans Mar­in Lut­her King, í Washingt­on Post. 

Pro Pu­blica

New York Times

CNN

De­athpenalty­in­fo

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert