McKinsey greiðir 74,5 milljarða í sátt

AFP

Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey hefur náð samkomulagi við bandaríska ríkið um að fyrirtækið greiði 573 milljónir bandaríkjadala, 74,5 milljarða króna, í sátt vegna ásakana um að ráðgjöf McKinsey til lyfjafyrirtækjanna hafi aukið á ópíóíðafaraldurinn banvæna í landinu.

Tæplega hálf milljón Bandaríkjamanna lést af ofskömmtun ópíóíða sem var ávísað til viðkomandi eða fengnir með ólöglegum hætti á árunum 1999 til 2018, samkvæmt Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (Centers for Disease Control and Prevention).

OxyCont­in.
OxyCont­in. Af vef Narconon

McKinsey starfaði fyrir Perdue Pharma – sem á síðasta ári játaði sök í sakamáli þar sem fyrirtækið var ákært fyrir framleiðslu og sölu á verkjalyfinu OxyContin. McKinsey veitt  lyfjafyrirtækinu ráðgjöf um hvernig það gæti aukið söluna umtalsvert. 

Sátt McKinsey er gerð við ríkissaksóknara í 47 ríkjum Bandaríkjanna, auk Columbia svæðisins og fimm annarra svæða samkvæmt fréttum New York Times og Wall Street Journal sem AFP-fréttastofan vísar í. 

Ráðgjafarfyrirtækið játar ekki að hafa brotið af sér en mun fara eftir ákvörðun dómstóla um reglur sem gilda varðandi vinnu með efni sem valda fíkn. Með þessu er McKinsey búið að tryggja sig fyrir því að vera ekki lögsótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert